DROPS Alpaca Party - 13 tegundir af alpakka garni á afslætti í allan október!

Kennslumyndbönd

Myndbönd: 1745
6:24
Hvernig á að auka út og fækka lykkjum í barnahúfu

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og fækkum lykkjum í barnahúfu. Stykkið sem við sýnum í myndbandinu er prjónað fram og til baka. Fitjið upp ákv. fjölda lykkja meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið sem prjónuð er slétt í öllum umferðum. Við höfum þegar prjónað 12 umferðir, meðtalið garðaprjón og sett 7 prjónamerki í stykkið. Við byrjum myndbandið með að sýna frá réttu hvernig aukið er út við 1. prjónamerki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og síðan hvernig við fækkum við 2. prjónamerki með því að fækka um 1 lykkju hvorum megin við lykkju með prjónamerki. Byrjið á 1 lykkju á undan lykkju með prjónamerki, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, lyftið 1 lykkju af prjóni (= lykkja með prjónamerki), prjónið næstu lykkju og lykkju af kaðlaprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu lykkunni yfir. Endurtakið útaukningu/uppslátt við 3. 5. og 7. prjónamerki og endurtakið úrtöku við 4. og 6. prjónamerki. Prjónið slétt frá réttu á milli prjónamerkja og endið á kantlykkju. Frá röngu er prjónað brugðið og allur uppsláttur er prjónaður brugðinn snúinn (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.