Hvernig á að gera skrautlega kúlu

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hversu einfalt er að gera skrautlegar kúlur úr garni með því að vefja garni utan um blöðrur. Í þessu myndbandi notum við Big Delight og lit nr 07, sólarupprás.
Blásið upp blöðruna að óskaðri stærð, okkar er ca 8-9 cm að þvermáli. (Við notum einnota hanska til þess að sleppa við að hafa lím á fingrunum). Setjið smá lím yfir alla blöðruna (við notum veggfóðurslím) og byrjið á að vefja garninu utan um blöðruna, jafnframt sem lím fer á garnið. Einnig er hægt að vefja fyrst garninu utan um blöðruna og nota síðan pensil til þess að pensla lími á alla þræðina, en það þarf að gera það í mörg skipti. Munið að límið þarf að þorna á milli skipta. Látið límið þorna á blöðrunni þar til garnið er orðið mjög hart. Stingið/klippið gat í blöðruna, hún skreppur þá saman (einnig er hægt að nota prjón eða eitthvað álíka). Fjarlægið blöðruna, afgangslím er hægt að fjarlægja með prjón/litlum hníf. Gerið margar kúlur og leggið þær saman í fallega skál eða hengið upp í tré. Notið hugmyndaflugið til þess að gera skraut sem hægt er að nota út um allt.

Tags: gott að vita,

Available in:

Athugasemdir (1)

Agnes 12.02.2015 - 09:42:

What kind of glue do you use?

DROPS Design 12.02.2015 - 10:23:

Dear Agnes, we have used wallpaper paste. Happy crafting!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.