Hvernig á að gera skrautlega kúlu

Keywords: gott að vita,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hversu einfalt er að gera skrautlegar kúlur úr garni með því að vefja þráðunum utan um blöðrur. Í þessu myndbandi notum við Big Delight og lit nr 07, sólarupprás.
Blásið upp blöðruna að óskaðri stærð, okkar er ca 8-9 cm að þvermáli. (Við notum einnota hanska til þess að sleppa við að hafa lím á fingrunum). Setjið smá lím yfir alla blöðruna (við notum veggfóðurslím) og byrjið á að vefja þráðunum utan um blöðruna, jafnframt sem lím fer á þræðina. Einnig er hægt að vefja fyrst þráðunum utan um blöðruna og nota síðan pensil til að pensla lími á alla þræðina, en það þarf að gera það í mörg skipti. Munið að límið þarf að þorna á milli skipta. Látið límið þorna á blöðrunni þar til þræðirnir eru orðnir mjög harðir. Stingið/klippið gat í blöðruna, hún skreppur þá saman (einnig er hægt að nota prjón eða eitthvað álíka). Fjarlægið blöðruna, afgangslím er hægt að fjarlægja með prjón/litlum hníf. Gerið margar kúlur og leggið þær saman í fallega skál eða hengið upp í tré. Notið hugmyndaflugið til þess að gera skraut sem hægt er að nota út um allt.

Athugasemdir (1)

Agnes wrote:

What kind of glue do you use?

12.02.2015 - 09:42

DROPS Design answered:

Dear Agnes, we have used wallpaper paste. Happy crafting!

12.02.2015 - 10:23

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.