Hvernig á að prjóna inn margar perlur í stykki

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna inn margar perlur inn í stykkið. Ef þú ætlar að prjóna inn margar perlur er það gert þannig: Áður en byrjað er að prjóna þá eru perlurnar þræddar á þráðinn sem þú ætlar að prjóna með, eins margar og þú ætlar að nota, notaðu nál til þess að þræða perlunum á þráðinn. Færðu perlurnar til aðeins lengra inn á þráðinn og fitjaðu upp eins og venjulega, prjónaðu þar til komið er að því að prjóna inn perlurnar í stykkið. Þegar komið er að lykkju sem perlan á að vera við taktu 1. perluna, færðu perluna á þann stað sem hún á að vera, leggðu þráðinn fyrir framan stykkið, lyftu næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, settu síðan þráðinn til baka aftan við stykkið og prjónaðu áfram.
Í næstu umferð er lyfta lykkjan prjónuð slétt eða brugðið, eftir því hvort prjónað er í sléttprjóni, garðaprjóni eða í öðru mynstri.
Munið eftir að þvo stykkið á röngunni og jafnvel í þvottaskjóðu til að hlífa perlunum.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Athugasemdir (2)

Loun wrote:

Turf

05.04.2014 - 12:50

Clarisse wrote:

Gostei e ver como trabalha com os drops obrigada pela explicação

19.01.2011 - 23:18

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.