DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 5 frábærum garntegundum!

Kennslumyndbönd

Myndbönd: 1735
12:50
Hvernig á að prjóna blóm - Baldursbrá

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig prjóna á blómamynstrið - Baldursbrá. Fitjið upp þann fjölda lykkja sem er deilanlegur með 4+1 (+ e.t.v. kantlykkjur). Í myndbandinu höfum við nú þegar fitjað upp 16 + 1 lykkjur og byrjum á umferð 1. Fyrst sýnum við umferð 1-4 einungis með grænum lit, síðan sýnum við umferð 1-2 með bláfjólubláum lit og umferð 3-4 með grænum lit. Að lokum sýnum við 6 mynstureiningar af umferð 1-4. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt * hafðu þráðinn að þér, prjónið 3 lykkjur brugðið saman, látið lykkjurnar vera á vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, stingið hægri prjóni í gegnum 3 sömu lykkjurnar, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar, setjið lykkjurnar yfir á vinstri prjón, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 3 (skiptið um lit): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið, * 1 lykkja slétt, hafðu þráðinn að þér, prjónið 3 lykkjur brugðið saman, látið lykkjurnar vera á vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, stingið hægri prjóni í gegnum 3 sömu lykkjurnar, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar, setjið lykkjurnar yfir á vinstri prjón *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin og 1 lykkja slétt. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow, en prufan með hvítum og bleikum lit er prjónað úr DROPS Safran.

9:55
Hvernig á að prjóna Pepita mynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum Pepita mynstur með 2 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið. Mynstrið í þessu myndbandi nær yfir 5 lykkjur, við prjónum 20 lykkjur + 2 lykkjur garðaprjón (= slétt í hverri umferð) í hvorri hlið (= 24 lykkjur). Einnig er hægt að prjóna þetta mynstur yfir færri/fleiri lykkjur og eftir mynsturteikningu, sem í þessu dæmi er í peysu í DROPS 206-21. Í myndbandinu sýnum við 4 umferðir með litnum ljós grár og eftir það 2 umferðir með litnum grár. 1. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (frá þér, séð frá réttu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón. 2. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (að þér, séð frá röngu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón. 3. UMFERÐ: Endurtakið 1. Umferð. 4. UMFERÐ: Endurtaki 2. Umferð. Skiptið um lit og endurtakið 1.-4. umferð, en nú færist mynstrið til þannig að prjónuð er 1 lykkja fleiri í hvert skipti sem 1 lykkju er steypt yfir. Við notum garnið DROPS Snow og prufan í svörtu/hvítu er prjónuð úr DROPS Big Merino. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

10:44
Hvernig á að prjóna 1 lykkju fyrir neðan

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum 1 lykkju fyrir neðan. "Prjónið 1 lykkju fyrir neðan" er prjónaðferð sem gefur þessu stroffi, fallega áferð, en einnig lóðréttar rendur þegar notaðir eru 2 litir eins og í myndbandinu okkar. Prjónið þannig: Stingið hægri prjóni í gegnum lykkjuna undir 1. lykkju á vinstra prjóni, sækið þráðinn, lyftir lykkjunni af vinstra prjóni. Fitjið upp oddatölu fjölda lykkja á sokkaprjón eða á hringprjón fyrir stærri verkefni. UMFERÐ 1 (rétta) grænn: Prjónið 1 lykkju slétt, * 1 lykkja slétt fyrir neðan *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 2 lykkjur slétt, færið til lykkjur í hægri hlið á prjóni. UMFERÐ 2 (rétta) hvítur: Prjónið 1 lykkju brugðið,* 1 lykkja slétt fyrir neðan, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 1 lykkju slétt fyrir neðan, 1 lykkja brugðið, snúið við. UMFERÐ 3 (ranga) grænn: Prjónið 1 lykkju brugðið, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja brugðið fyrir neðan *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 2 lykkjur brugðið, færið til lykkjur í hægri hlið á prjóni. UMFERÐ 4 (ranga) hvítur: Prjónið 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið undir, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 1 lykkju brugðið fyrir neðan, 1 lykkja slétt, snúið við. Endurtakið umf 1-4. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.