DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Kennslumyndbönd

Myndbönd: 1735
5:55
Hvernig á að prjóna einfaldan en fallegan blúndu kant

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna fallegan blúndu kant. Fitjið upp 4 lykkjur. UMFERÐ 1: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn (= tvöfaldur uppsláttur) og 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt (fyrri hluti á uppslætti er prjónaður snúinn slétt), 1 lykkja brugðið og 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 4: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 5 lykkjur slétt. UMFERÐ 5: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 6: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 8 lykkjur slétt (1. hluti af uppslætti er prjónaður snúinn slétt, seinni hlutinn er prjónaður slétt). UMFERÐ 7: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 8 lykkjur slétt. UMFERÐ 8: Fellið af 5 lykkjur (= 3 + 1 lykkjur eftir), prjónið slétt út umferðina. Endurtakið UMFERÐ 1-8 að óskaðri lengd. Þessi ljósblái blúndukantur er prjónaður úr DROPS Cotton Merino, en við notum DROPS Snow í myndbandinu.

7:03
Hvernig á að prjóna tveggja lita klukkuprjón með b-lit í kantlykkjum og litaskiptum

Í þessu DROPS myndband sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita klukkuprjón í röndum þar sem prjónað er með b-lit í kanti/kantlykkjur og hvernig hægt er að tvinna þræðina saman við litaskipti til að koma í veg fyrir göt. Kanturinn/kantlykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓNI = sléttar lykkjur í hverri umferð. UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit. Skiptið um lit, en tvinnið þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni. Steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón, færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu. UMFERÐ 2 (rétta): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. UMFERÐ 3 (frá röngu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit, skiptið yfir í aðallit, munið eftir að tvinna þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni, steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón. Færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá röngu. UMFERÐ 4 (frá röngu): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. Endurtakið umferð 1-4. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.