Hvernig á að prjóna einfalt áferðamynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna fallegt áferðamynstur með 6 umferðum sem eru endurteknar. Við höfum fitjað upp 28 lykkjur með 3 lykkjum í hvorri hlið sem prjónaðar eru í sléttprjóni (slétt í hverri umferð) og prjónað 2 umferðir slétt.
UMFERÐ 1: Prjónið 3 lykkjur slétt (= garðaprjón), * 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* og endið með 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt (= garðaprjón).
UMFERÐ 2: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, eftir það er prjónað slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið, endið með 3 lykkjum garðaprjón.
UMFERÐ 3: Prjónið eins og UMFERÐ 1.
UMFERÐ 4: Prjónið eins og UMFERÐ 2.
UMFERÐ 5: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 3 lykkjur garðaprjón.
UMFERÐ 6: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat), 3 lykkjur garðaprjón.
Endurtakið UMFERÐ 1-6 að óskaðri lengd. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu, gula prufan er prjónuð úr DROPS Lima.

Tags: áferð,

Available in:

Athugasemdir (1)

Paola 27.02.2019 - 19:22:

Vorrei solo segnalare che nella descrizione sotto il video (che è comunque chiaro), al ferro 5 manca l'indicazione della prima maglia gettata. Dopo l'asterisco iniziale, dovrebbe essere "2 maglie rovescio, 1 gettato, passare una maglia..." Complimenti per i vostri splendidi modelli e per le vostre lane, che ho più volte usato.

DROPS Design 28.02.2019 - 23:23:

Buonasera Paola, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo! Buon lavoro!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.