Hvernig á að prjóna stroff kaðla

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú prjónar kaðla með stroffi (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar og 1 lykkja brugðin á hvorri hlið) yfir 16 lykkjur. Við höfum nú þegar prjónað eitt stykki með 2 lykkjum slétt og 3 lykkjum brugðnum á hvorri hlið = prjónaprufan er með 26 lykkjum.
1. Umferð í myndbandi: Frá réttu: Prjónið 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðnar. Nú byrjar kaðall: Setjið 8 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan stykkið, prjónið 1 lykkju brugðna, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt og 1 lykkju brugðna, eftir það er prjónuð 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðin af hjálparprjóni og endið umferð með 3 lykkjum brugðnum, 2 lykkjum slétt, snúið.
Frá röngu: Prjónið 2 lykkjur slétt, eftir það slétt yfir brugðið og brugðið yfir slétt, endið með 2 lykkjur slétt, snúið.
Frá réttu: Prjónið 2 lykkjur slétt, slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Haldið nú svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 16 umferðir á eftir kaðli.
Prjónið þá nýjan kaðal með hjálpaprjóni. Við notum DROPS Eskimo í myndbandinu og litla prjónaprufan er prjónuð úr DROPS Cotton Merino.
Þú getur fundið uppskrift með þessari aðferð með því að smella á myndina að neðan.

Tags: kaðall,

Available in:

Athugasemdir (1)

Angelica 13.11.2017 - 04:30:

Me encantaron los videos y todo lo que tienen, gracias por compartir y muchas felicidades!!!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.