Hvernig á að prjóna stroff kaðla

Keywords: kaðall, stroffprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú prjónar kaðla með stroffi (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar og 1 lykkja brugðin á hvorri hlið) yfir 16 lykkjur. Við höfum nú þegar prjónað eitt stykki með 2 lykkjum slétt og 3 lykkjum brugðnum á hvorri hlið = prjónaprufan er með 26 lykkjum.
1. Umferð í myndbandi: Frá réttu: Prjónið 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðnar. Nú byrjar kaðall: Setjið 8 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan stykkið, prjónið 1 lykkju brugðna, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt og 1 lykkju brugðna, eftir það er prjónuð 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðin af hjálparprjóni og endið umferð með 3 lykkjum brugðnum, 2 lykkjum slétt, snúið.
Frá röngu: Prjónið 2 lykkjur slétt, eftir það slétt yfir brugðið og brugðið yfir slétt, endið með 2 lykkjur slétt, snúið.
Frá réttu: Prjónið 2 lykkjur slétt, slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Haldið nú svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 16 umferðir á eftir kaðli.
Prjónið þá nýjan kaðal með hjálpaprjóni. Við notum DROPS Snow í myndbandinu og litla prjónaprufan er prjónuð úr DROPS Cotton Merino.
Þú getur fundið uppskrift með þessari aðferð með því að smella á myndina að neðan.

Athugasemdir (4)

Nora Lia wrote:

Muy buen video!! Muchas gracias. Me encantó la forma de tejer en estilo continental (no me sorprende ello, pues he visto muchos videos aquí y sé que es el método que se utiliza), no obstante destaco la forma de tejer el punto de revés, es excelente!! Mi forma de tejer es en estilo inglés, cada tanto practico el continental y justamente los puntos del revés son, para mí, los problemáticos. (deberé practicar con mayor frecuencia). Saludo cordial!

10.07.2023 - 07:08

Christiane Lehouck wrote:

Alle uitleg op video is heel gemakkelijk te volgen waarvoor dank

14.11.2021 - 21:40

Carmen Loiseau wrote:

Torsade en côtes anglaise, avec 11 mailles .(1 m end, 1 m env)je glisse 5 m sur le 1 er porte-aiguille et 1 m sur le 2e ,et je laisse en arrière les 2 porte-mailles quand je tricote le rang suivant , les mailles ne correspondent plus avec les côtes ...\r\nEst ce qu`il y a un truc

15.06.2021 - 22:09

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Loiseau, cette vidéo montre comment tricoter une torsade en côtes anglaises bicolore, peut-être pourra t'elle vous aider?

16.06.2021 - 07:46

Angelica wrote:

Me encantaron los videos y todo lo que tienen, gracias por compartir y muchas felicidades!!!

13.11.2017 - 04:30

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.