Hvernig á að prjóna hnúta kaðal

Keywords: kaðall,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum hnúta-kaðal. Við höfum nú þegar fitjað upp 27 lykkjur með DROPS Snow og prjónað 2 umferðir garðaprjón. Héðan er stykkið mælt, prjónið 1 kantlykkju slétt, 5 brugðnar, 5 slétt, 5 brugðnar, 5 slétt, 5 brugðnar og 1 kantlykkju slétt. Eftir þetta er prjónað slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið og kantlykkjur prjónaðar slétt þar til stykkið mælist ca 8 cm, næsta umferð er prjónuð frá réttu. Nú byrjar hnúta-kaðall. Fitjið upp 6 lykkjur á hægri prjón. * Notið hinn endann á dokkunni og prjónið sléttprjón yfir 5 næstu sléttar lykkjur í ca 6 cm, klippið frá og setjið lykkjur á band/nælu *. Setjið 5 næstu brugðnu á hægri prjón. Prjónið 5 næstu lykkjur slétt eins og útskýrt er á milli *-*. Setjið til baka 11 lykkjur sem eru á hægri prjóni, yfir á vinstri prjón. Gerið einn hnút með 2 kaðlalykkjum. Prjónið 1 kantlykkju slétt, 5 lykkjur brugðnar, setjið næstu 5 lykkjur af bandi/nælu yfir á vinstri prjón og prjónið þær slétt, 5 lykkjur brugðnar og 1 kantlykkju slétt. Haldið áfram með slétt yfir slétt, brugðið yfir brugðið og kantlykkjur slétt þar til stykkið mælist ca 8 cm og prjónið annan hnúta-kaðal.

Athugasemdir (2)

Jutta Riepshoff wrote:

Dieser Zopf ist ja ganz toll. Kann man für diese Strickanleitung auch dünnere Wolle nehmen? Herzliche Grüße

04.02.2021 - 15:49

DROPS Design answered:

Liebe Frau Riepshoff, ja gerne, wir benutzen immer eine dicke Wolle für die Videos damit man besser sieht, aber der Zopf kann in alle Garne und Maschenprobe gestrickt werden. Viel Spaß beim stricken!

05.02.2021 - 09:12

NadineJohnson wrote:

No sound

02.02.2018 - 16:54

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.