Hvernig á að prjóna A.2 í DROPS 164-12
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum eftir mynsturteikningu A.2 í peysu í DROPS 164-12. Við höfum nú þegar prjónað 4 umferðir og 6 lykkjur í umferð 5. Við byrjum myndbandið á: = setjið 3 lykkjur á hjálparprjón framan við stykkið, 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju, 2 lykkjur slétt í fyrstu lykkju af hjálparprjóni, prjónið síðustu 2 lykkjur af hjálparprjóni = 8 lykkur yfir lykkjur í kaðli. Við sýnum kaðal 2 sinnum. Í umferð 6-10 eru prjónaðar 8 lykkjur yfir kaðal slétt (þar er hraðspólað í myndbandi). Í umferð 11 sýnum við: = setjið 4 lykkjur á hjálparprjón framan við stykkið, 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 fyrstu lykkjur af hjálparprjóni slétt saman, prjónið 2 lykkjur af hjálparprjóni. Við sýnum kaðal 2 sinnum (þar er hraðspólað á milli).
Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Cloud, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.