Hvernig á að prjóna snúninga og mynstur í DROPS 154-8
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum snúninga og mynstur í hringpeysu í DROPS 154-8. Í myndbandinu höfum við fitjað upp fyrir stærð S/M og prjónað 2 umf garðaprjón. Eftir það er prjónað mynstur þannig: ( 1. umferð = rétta): 5 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðnar (snúið), 2 lykkjur slétt, A.1 (= 23 lykkjur) (snúið), 1 lykkja slétt, A.2A, A.2B yfir næstu 8-14-20 lykkjur, A.2C, 2 lykkjur slétt (snúið), A.1 = (23 lykkjur), 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðnar, 5 lykkjur garðaprjón. Jafnframt eru prjónaðir snúningar eins og útskýrt er hér: *Prjónið 1 umferð yfir fyrstu 10 lykkjur á prjóni, snúið við og prjónið til baka. Prjónið 1 umferð yfir fyrstu 35 lykkjur, snúið við og prjónið til baka. Prjónið 1 umferð yfir fyrstu 51-57-63 lykkjur, snúið við og prjónið til baka. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur, snúið við og prjónið til baka*. Þegar 1 mynstureining af snúningum hefur verið prjónuð eru 8 umferðir þar sem er breiðast og 2 umferðir þar sem er minnst. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Paris, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.