DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hekl myndbönd

Lærðu að hekla með frábæru kennslumyndböndunum okkar! Við erum með allt frá kennslumyndbönd fyrir byrjendur með grunnaðferðum til aðferða sem eru meira tæknilega útfærðar, sem og skref-fyrir-skref myndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu fríu heklumynstrunum okkar.

Myndbönd: 283
8:53
Hvernig á að hekla stjörnumynstur fram og til baka

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum stjörnumynstur fram og til baka. Byrjað er með oddatölu fjölda loftlykkja. Minnst 7 loftlykkjur fyrir 1 stjörnu, 9 loftlykkjur eru fyrir 2 stjörnur, 11 loftlykkjur eru fyrir 3 stjörnur o.s. frv. Í sýnishorninu okkar heklum við 13 loftlykkjur fyrir 4 stjörnur. UMFERÐ 1 (ranga): Takið upp 5 loftlykkjur með byrjun í 2. loftlykkju frá heklunálinni = 6 loftlykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju sem myndar gat yfir þessar 6 lykkjur, * takið upp 1 lykkju í gatinu, 1 lykkju í hlið af þeirri síðustu af 6 lykkjunum, 1 lykkja í sömu loftlykkju eins og sú síðasta af 6 lykkjum sem tekin var upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-*. Heklið 1 hálfan stuðul í síðustu loftlykkju, Snúið við. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 2 loftlykkjur, heklið 2 hálfa stuðla í hvert "stjörnugat", endið umferð á 1 hálfum stuðli í síðustu lykkju. Snúið við. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, takið upp 1 lykkju í 2. og 3. loftlykkju frá heklunálinni, 1 lykkja í fyrstu 3 lykkjur í umferð = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju, * takið upp 1 lykkju í gatið, 1 lykkja í hlið á síðustu af þessum 6 lykkjum, 1 lykkju í sömu lykkju og sú síðasta af þessum 6 lykkjum sem teknar voru upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið umferð 2 og 3 fyrir stjörnumynstur. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

9:53
Hvernig á að hekla stjörnumynstur - heklað í hring

Í þessu DROPS myndbandi heklum við stjörnumynstur í hring. Við heklum 25 LAUSAR loftlykkjur og tengjum í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur, takið upp 5 lykkjur með byrjun í 2. loftlykkju frá heklunálinni (= 6 lykkjur á heklunálinni), bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjur, heklið 1 loftlykkju sem myndar gat efst í 6 loftlykkjum, * takið upp 1 lykkju í gatinu, 1 lykkja í hlið á síðustu lykkju af þeim 6 lykkjum, 1 lykkju í sömu loftlykkju eins og sú síðasta af þeim 6 lykkjum sem teknar voru upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 loftlykkjum (= 6 lykkjur á heklunálinni), bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjur, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 11 sinnum, endið á 1 keðjulykkju í 3. lofltykkju frá byrjun umferðar. UMFERÐ 2: 2 loftlykkjur, heklið 2 hálfan stuðul í hvert «stjörnugat», endið umferð á 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun umferðar = 12 stjörnur. UMFERÐ 3: 3 loftlykkjur, takið upp 1 lykkju í 2. og 3. loftlykkju frá heklunálinni, 1 lykkja aftan í lykkjubogann af þeim fyrstu 3 hálfu stuðlum í umferð (= 6 lykkjur á heklunálinni), bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjur, 1 loftlykkja, * takið upp 1 lykkju í gatinu, 1 lykkju við hliðina á síðustu lykkju af þeim 6 lykkjum, 1 lykkja aftan í lykkjubogann á sama hálfa stuðli og síðasta lykkja af þeim 6 lykkjum sem teknar voru upp, 1 lykkja í aftari lykkjubogann af hvorum af næstu 2 hálfum stuðlum (= 6 lykkjur á heklunálinni), bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjur, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 11 sinnum, endurtakið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

15:00
Hvernig á að hekla Larksfoot lykkjur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við ykkur hvernig hekla á Larksfoot lykkjur. Heklið þann fjölda loftlykkja sem hægt er að deila með 4+1. Við höfum nú þegar heklað band með 21 loftlykkju og höfum valið að hekla með 3 litum. Röð 1: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, 1 stuðull í næstu loftlykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum *, endurtakið frá *-* út röðina, snúið. Röð 2: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull í hvorn af næstu 2 stuðlum, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af næstu 3 stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina (síðasti stuðull endar í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt er nýr þráður með nýjum lit dreginn í gegn), snúið. Röð 3: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næsta stuðul, 1 stuðull um loftlykkju frá 1. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju og 1 stuðul í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið. Röð 4: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af næstu 3 stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt er nýr þráður með nýjum lit dreginn í gegn, snúið. Röð 5: Heklið 3 loftlykkjur (= * 1 stuðull), 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, en endið eftir 1 stuðul í næstu lykkju, 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið. Endurtakið röð 2-5 að óskaðri lengd. Í myndbandinu heklum við röð 1-5 einu sinni, eftir það röð 2 einu sinni til viðbótar. Í myndbandinu notum við DROPS Snow, en í litlu hekl prufunni höfum heklað úr DROPS Puna, heklunál 4, byrjum með 40 + 1 loftlykkjur, röð 1 er hekluð einu sinni, röð 2-5 eru heklaðar 4 sinnum, eftir það er röð 2 hekluð einu sinni til viðbótar.

10:25
Hvernig á að hekla Spike Stitch - langar fastalykkjur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum «Spike stitch» einnig nefnd «Löng fastalykkja». Heklið eina loftlykkjuumferð með þann fjölda lykkja sem er deilanlegur með 6 + 1, í þessu myndbandi höfum við nú þegar heklað 24 + 1 loftlykkju. Heklið áfram þannig: 1. UMFERÐ: Snúið stykkinu, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í 2. lykkju frá heklunálinni, eftir það er hekluð 1 fastalykkja í hverja af næstu lykkjum út umferðina, snúið. 2. UMFERÐ: 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja af næstu lykkjum út umferðina, snúið. 3-6. UMFERÐ: Endurtakið umferð 2, en þegar draga á þráðinn í gegn í síðustu lykkju í 6. umferð, skiptið um lit, snúið. Nú á að hekla «Spike Stitch» /fastalykkju með mismunandi lengdum. 7. UMFERÐ: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. lykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en í umferðina að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en 2 umferðum að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en 3 umferðum að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en 4 umferðum að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en í 5 umferðum að neðan. Ein eining af «Spike Stitch» er lokið, munið eftir að draga aðeins í löngu fastalykkjurnar og snúið. Endurtakið umferð 2-6, skiptið um lit og heklið eina umferð með «Spike Stitch». Heklið svona að óskaðri lengd. Litla prufan í myndbandinu er hekluð úr DROPS Cotton Merino, en við notum grófara garn þegar við heklum; DROPS Snow.

9:44
Hvernig á að hekla «The Block Stitch»

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum «The Block Stitch». Við heklum eina umferð með loftlykkjum með fjölda sem er deilanlegur með 3 + 1 loftlykkjum. Við heklum 15 + 1 lykkju í myndbandinu. Við heklum 15 loftlykkjur með litur 1. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í næstu lykkju,* 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í hvora af næstu 2 lykkjum *, endurtakið út umferðina og endið með 1 fastalykkju í hvora af síðustu 2 lykkjum, snúið. UMFERÐ 2: Heklið 2 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu lykkju, heklið nú 3 stuðla í hvern loftlykkjuboga út umferðina. Endið með 1 stuðul í síðustu lykkju, en dragið þráðinn í gegn í lokin með litur 2, snúið. Klippið frá lit 1. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. lykkju, 1 fastalykkja á milli síðasta stuðlahóps og síðasta stuðlahóps frá fyrri umferð, * 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja á milli stuðlahópa frá fyrri umferð *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 fastalykkju í 3. loftlykkjur frá fyrri umferð, jafnframt er skipt yfir í lit 3, snúið. Klippið frá lit 2. UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í 1. lykkju, heklið 3 stuðla í hvern loftlykkjuboga út umferðina og endið með 1 stuðul í síðustu lykkju, snúið. Klippið frá lit 3. Endurtakið nú umferð 3 og 4 að óskaðri lengd. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þessi litla prufa er hekluð úr DROPS Puna með heklunál 3,5.