Hvernig á að hekla Spike Stitch - langar fastalykkjur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum «Spike stitch» einnig nefnd «Löng fastalykkja». Heklið eina loftlykkju umferð með þann fjölda sem er deilanlegur með 6 + 1, í þessu myndbandi höfum við nú þegar heklað 24 + 1 loftlykkju. Heklið áfram þannig:
1. UMFERÐ: Snúið stykkinu, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í 2. lykkju frá heklunálinni, eftir það er hekluð 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu lykkjum út umferðina, snúið.
2. UMFERÐ: 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu lykkjum út umferðina, snúið.
3-6. UMFERÐ: Endurtakið umferð 2, en þegar draga á bandið í gegn í síðustu lykkju í 6. umferð, skiptið um lit, snúið. Nú á að hekla «Spike Stitch» /fastalykkju með mismunandi lengdum.
7. UMFERÐ: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. lykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en í umferðina að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en 2 umferðum að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en 3 umferðum að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en 4 umferðum að neðan, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en í 5 umferðum að neðan. Ein eining af «Spike Stitch» er lokið, munið eftir að draga aðeins í löngu fastalykkjurnar og snúið.
Endurtakið umferð 2-6, skiptið um lit og heklið eina umferð með «Spike Stitch».
Heklið svona að óskaðri lengd. Litla prufan í myndbandinu er hekluð úr DROPS Cotton Merino, en við notum grófara garn þegar við heklum; DROPS Snow.

Athugasemdir (2)

Marjolein Haa wrote:

Long Double Crochet is een Lange Vaste en niet een verlengde vaste zoals hier vertaald staat. Dat is een geheel andere steek. Kan dit worden aangepast?

15.12.2019 - 15:51

Léa wrote:

Je suis pas sur d'arriver à faire ça en étant parfaite débutante mais on ne sait jamais :)

02.05.2018 - 14:42

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.