Hvernig á að hekla «The Block Stitch»

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum «The Block Stitch». Við heklum eina umferð með loftlykkjum með fjölda sem er deilanlegur með 3 + 1 loftlykkjum. Við heklum 15 + 1 lykkju í myndbandinu. Við heklum 15 loftlykkjur með litur 1.
UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í næstu lykkju,* 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í hverja af 2 næstu lykkjum *, endurtakið út umferðina og endið með 1 fastalykkju í hverja af 2 síðustu lykkjum, snúið.
UMFERÐ 2: Heklið 2 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu lykkju, heklið nú 3 stuðla í hvern loftlykkjuboga út umferðina. Endið með 1 stuðul í síðustu lykkju, en dragið bandið í gegn í lokin með litur 2, snúið. Klippið frá lit 1.
UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. lykkju, 1 fastalykkja á milli síðasta stuðlahóp og síðasta stuðlahóp frá fyrri umferð, * 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja á milli stuðlahópa frá fyrri umferð *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 fastalykkju í 3. loftlykkjur frá fyrri umferð, jafnframt er skipt yfir í lit 3, snúið. Klippið frá lit 2.
UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í 1. Lykkju, heklið 3 stuðla í hvern loftlykkjuboga út umferðina og endið með 1 stuðul í síðustu lykkju, snúið. Klippið frá lit 3. Endurtakið nú umferð 3 og 4 að óskaðri lengd. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu. Þessi litla prufa er hekluð úr DROPS Puna með heklunál 3,5.

Tags: áferð,

Available in:

Athugasemdir (3)

Irma 25.05.2020 - 15:37:

Ok thx! So how do I do the Math when I see a block pattern what I want to remake?

DROPS Design 25.05.2020 - 16:30:

Dear Irma, you should have a number of stitches divisible by 3 + 4 chains - you will have then (as you can see also on the picture to the video): 1 tr, xx tr-groups (we have here 3) and 2 tr. Hope this helps. Happy crocheting!

Irma 25.05.2020 - 11:41:

Hej! Awesome tutorial! Do I make it right that when I begin with 15 + 1, in the oneven rows I end up with 12?

DROPS Design 25.05.2020 - 13:22:

Dear Irma, that's right, we also get 12 trebles (Uk-English)/double crochets (Us-English) in the video. Happy crocheting!

Lucy 25.06.2019 - 01:50:

What pattern is this for? I really like it. It would be great for a bag.

DROPS Design 25.06.2019 - 08:38:

Dear Lucy, you can use it for any purposes, make a swatch to check your tension and then you can take any other crochet bag pattern to make your own adjustments. Happy crocheting!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.