Hvernig á að hekla randalínu

Tags: rendur, ömmuferningur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum vinsælu randalínuna okkar. Þetta hekl er alltaf jafn vinsælt. Heklið fjölda loftlykkja sem hægt er að deila með 3, á myndbandinu eru heklaðar 18 loftlykkjur.
Umferð 1: Heklið 3 stuðla í 6. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 2 loftlykkjur, 3 stuðlar í næstu loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina. Snúið við.
Umferð 2: Heklið 3 loftlykkjur, 3 stuðlar á milli 2 fyrstu stuðla hópa frá fyrri umferð, * heklið 3 stuðla á milli næstu 2 stuðla hópa *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 3 stuðla í loftlykkjubogann í byrjun fyrri umferðar – þegar draga á bandið í gegn í lokin á síðasta stuðli, skiptið um lit ef rendurnar eiga að vera í mismunandi litum. Hægt er að klippa frá og festa enda síðar (við sýnum það síðar í myndbandinu), eða látið garnið fylgja meðfram kantinum, ef hekla á lista í kringum stykkið í lokin. Endurtakið umferð 2.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (7)

Silvia 23.08.2017 - 18:47:

Gracias por su gran explicación y sus preciosos materiales

REBECA HANSEN 10.08.2013 - 02:47:

ES LA MEJOR AYUDA DE TODA LA WEB PARA TODO TIPO DE TEJIDOS. EXCELENTES EXPLICACIONES Y TUTORIALES. YA NO BUSCO LO QUE QUIERO EN NINGUNA OTRA PAGINA, SOLO AQUI. MIL GRACIAS.

Dorothee 08.06.2012 - 20:55:

Vielen Dank! Jetzt hab ich es auch endlich verstanden!

Carine 05.05.2012 - 12:03:

Un tout grand merci pour votre tuto c'est impeccable vous contribuez a l'amour des tricoteuses

Natacha 16.04.2012 - 14:19:

Un pur plaisir que de regarder ce tutoriel. Merci pour votre travail.

Salomea 02.10.2011 - 10:21:

Herätys ei tuo neule ole edes neliö reuna nauhaa tai villapitsiä. Pötkö virkkausta. Oikein hyvä ohje on ihanitse sivuilla.

Mervi 23.09.2011 - 12:52:

Eihän tämä ole isoäidinneliö?!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.