Hvernig á að hekla Larksfoot lykkjur

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við ykkur hvernig hekla á Larksfoot lykkjur. Heklið þann fjölda loftlykkja sem hægt er að deila með 4+1. Við höfum nú þegar heklað band með 21 loftlykkju og höfum valið að hekla með 3 litum.
Röð 1: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, 1 stuðull í næstu loftlykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum *, endurtakið frá *-* út röðina, snúið.
Röð 2: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull í hvern af 2 næstu stuðlum, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af 3 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina (síðasti stuðull endar í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt því sem draga á bandið í gegn með nýjum lit), snúið.
Röð 3: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næsta stuðul, 1 stuðull um loftlykkju frá 1. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju og 1 stuðul í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið.
Röð 4: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af 3 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt því sem draga á bandið í gegn með nýjum lit, snúið.
Röð 5: Heklið 3 loftlykkjur (= * 1 stuðull), 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, en endið eftir 1 stuðul í næstu lykkju, 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið.
Endurtakið röð 2-5 að óskaðri lengd. Í myndbandinu heklum við röð 1-5 einu sinni, eftir það röð 2 einu sinni til viðbótar. Í myndbandinu notum við DROPS Eskimo, en í litlu hekl prufunni höfum heklað úr DROPS Puna, heklunál 4, byrjum með 40 + 1 loftlykkjur, röð 1 er hekluð einu sinni, röð 2-5 eru heklaðar 4 sinnum, eftir það er röð 2 hekluð einu sinni til viðbótar.

Tags: borðklútar, áferð,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.