Hvernig á að hekla Larksfoot lykkjur

Tags: áferð, þvottaklútar,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við ykkur hvernig hekla á Larksfoot lykkjur. Heklið þann fjölda loftlykkja sem hægt er að deila með 4+1. Við höfum nú þegar heklað band með 21 loftlykkju og höfum valið að hekla með 3 litum.
Röð 1: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, 1 stuðull í næstu loftlykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum *, endurtakið frá *-* út röðina, snúið.
Röð 2: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull í hvern af 2 næstu stuðlum, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af 3 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina (síðasti stuðull endar í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt því sem draga á bandið í gegn með nýjum lit), snúið.
Röð 3: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næsta stuðul, 1 stuðull um loftlykkju frá 1. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju og 1 stuðul í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið.
Röð 4: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af 3 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt því sem draga á bandið í gegn með nýjum lit, snúið.
Röð 5: Heklið 3 loftlykkjur (= * 1 stuðull), 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, en endið eftir 1 stuðul í næstu lykkju, 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið.
Endurtakið röð 2-5 að óskaðri lengd. Í myndbandinu heklum við röð 1-5 einu sinni, eftir það röð 2 einu sinni til viðbótar. Í myndbandinu notum við DROPS Snow, en í litlu hekl prufunni höfum heklað úr DROPS Puna, heklunál 4, byrjum með 40 + 1 loftlykkjur, röð 1 er hekluð einu sinni, röð 2-5 eru heklaðar 4 sinnum, eftir það er röð 2 hekluð einu sinni til viðbótar.

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (1)

Gunbjørg Oswold 22.11.2020 - 17:10:

Hvilke type garn er brukt I denne videoen. Jeg vil gjerne hekle i ullgarn - hvilket garn kan anbefales:)

DROPS Design 23.11.2020 - 14:05:

Hej Gunbjørg. Det är DROPS Eskimo/Snow som har använts i denna video. Mvh DROPS Design

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.