DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Heimilið / hekluð mynstur

Við erum með skref-fyrir-skref kennslumyndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu heklmynstrunum okkar fyrir heimilið.

Myndbönd: 273
8:16
Hvernig á að hekla lítið blóm í DROPS Children 24-29

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum lítið fallegt blóm sem er í kjól í DROPS Children 24-29. Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: * 1 fastalykkja í hringinn, 3 loftlykkjur, * endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 3 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 5 stuðlar og 1 keðjulykkja = 3 blöð. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. UMFERÐ 3: 1 loftlykkja, heklið 1 fastalykkju í kringum fyrstu fastalykkju frá umferð 1, 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju neðst niðri í miðju á fyrsta blaði frá umferð 2, * heklið nú 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju í kringum næstu fastalykkju frá umferð 1, heklið nú 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju neðst niðri í miðju á næsta blaði frá umferð 2 * endurtakið frá *-* þar til heklaðir hafa verið alls 5 loftlykkjubogar, endið á 4 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá umferð = 6 loftlykkjubogar. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. UMFERÐ 4: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 6 stuðlar og 1 keðjulykkja = 6 blöð. Þessi kjóll er heklaður úr DROPS Muskat, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

8:07
Hvernig á að hekla einfalt blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla einfalt blóm. Þetta blóm er heklað með mismunandi fjölda lykkja, en grunnhugmyndin er sú sama. Í myndbandinu heklum við 4 loftlykkjur og tengjum í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: * Heklið 1 fastalykkju í hringinn, 3 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 3 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið nú í hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 5 stuðlar og 1 keðjulykkja 3 blöð. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í kringum fyrstu fastalykkju frá 1. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja neðst fyrir miðju í fyrsta blaðið frá 2. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja í kringum næstu fastalykkju frá 1. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja neðst fyrir miðju í síðasta blaðið frá 2. umferð, endið á 4 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju sem hekluð var í byrjun umferðar = 6 loftlykkjubogar. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. UMFERÐ 4: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 6 stuðla og 1 keðjulykkju = 6 blöð, klippið frá. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

13:40
Hvernig á að hekla stórt blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum stórt blóm sem meðal annars er notað í toppnum «Flower in the Sky» í DROPS 78-19. Heklið þannig: Heklið 6 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. Umferð 1: Heklið 12 fastalykkjur um hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju. Umferð 2: Heklið * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 keðjulykkja í fastalykkju frá byrjun á umferð = 6 loftlykkjur. Umferð 3: * 2 fastalykkjur, 3 stuðlar, 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun á umferð. Umferð 4: Heklið * 5 loftlykkjur, 1 fastalykkju í 2 stuðul (= miðja á boga), 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðul og 1 fastalykkju, 1 fastalykkja á milli tveggja neðstu fastalykkja *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum. Umferð 5: Heklið * 5 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 picot (= 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í 1. loftlykkju frá heklunálinni), 5 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun á umferð. Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar. Þráðurinn er notaður síðar til að sauma blómin saman. Blómið í toppnum er heklað úr DROPS Muskat, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.