Hvernig á að hekla lítið blóm í DROPS Children 24-29

Keywords: blóm,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum lítið fallegt blóm sem er í kjól í DROPS Children 24-29.
Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: * 1 fastalykkja í hringinn, 3 loftlykkjur, * endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 3 loftlykkjubogar.
UMFERÐ 2: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 5 stuðlar og 1 keðjulykkja = 3 blöð. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi.
UMFERÐ 3: 1 loftlykkja, heklið 1 fastalykkju í kringum fyrstu fastalykkju frá umferð 1, 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju neðst niðri í miðju á fyrsta blaði frá umferð 2, * heklið nú 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju í kringum næstu fastalykkju frá umferð 1, heklið nú 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju neðst niðri í miðju á næsta blaði frá umferð 2 * endurtakið frá *-* þar til heklaðir hafa verið alls 5 loftlykkjubogar, endið á 4 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá umferð = 6 loftlykkjubogar. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi.
UMFERÐ 4: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 6 stuðlar og 1 keðjulykkja = 6 blöð. Þessi kjóll er heklaður úr DROPS Muskat, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (5)

Lene Kristin wrote:

Tusen takk for flotte tutorials. Har aldri heklet før, men trengte å hekle et par blomster til et prosjekt jeg holder på med. perfekt. Til dere som kommenterer å syntes de hekler for fort, man kan sette ned hastigheten på videoen på innstillinger der. jeg setter ned til 0,5 da er det lett å følge med :)

09.12.2023 - 20:13

Trine Steinbeck wrote:

Alt for hurtig Min blomst blev lidt for stor

07.12.2022 - 19:52

Birgit Lisbeth Levring wrote:

Det går alt for stærkt - kan slet ikke følge med.

14.05.2021 - 19:02

Birgit Lisbeth Levring wrote:

Det går alt for stærkt - kan slet ikke følge med.

14.05.2021 - 19:00

Line wrote:

Dere hekler så fort, klarer ikke følge med !!!!!

12.03.2020 - 20:27

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.