Hvernig á að hekla lítið blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum lítið blóm sem meðal annars er notað í toppnum «Flower in the Sky» í DROPS 78-19. Heklið þannig: Heklið 6 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
Umferð 1: Heklið 12 fastalykkjur um hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju.
Umferð 2: Heklið * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 keðjulykkja í fastalykkju frá byrjun á umferð = 6 loftlykkjur.
Umferð 3: * 2 fastalykkjur, 3 stuðlar, 2 fastalykkjur um neðsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun á umferð.
Klippið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar. Þráðurinn er notaður síðar til að sauma blómin saman. Blómið «Flower in the Sky» í toppnum er heklað úr DROPS Muskat, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Eskimo.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Tags: blóm, toppar,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.