Hvernig á að hekla stórt blóm

Tags: blóm, toppar,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum stórt blóm sem meðal annars er notað í toppnum «Flower in the Sky» í DROPS 78-19. Heklið þannig: Heklið 6 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
Umferð 1: Heklið 12 fastalykkjur um hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju.
Umferð 2: Heklið * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 keðjulykkja í fastalykkju frá byrjun á umferð = 6 loftlykkjur.
Umferð 3: * 2 fastalykkjur, 3 stuðlar, 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun á umferð.
Umferð 4: Heklið * 5 loftlykkjur, 1 fastalykkju í 2 stuðul (= miðja á boga), 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðul og 1 fastalykkju, 1 fastalykkja á milli tveggja neðstu fastalykkja *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum.
Umferð 5: Heklið * 5 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 picot (= 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í 1. loftlykkju frá heklunálinni), 5 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun á umferð.
Klippið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar. Þráðurinn er notaður síðar til að sauma blómin saman. Blómið «Flower in the Sky» í toppnum er heklað úr DROPS Muskat, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (2)

Celeste Archer 30.08.2019 - 16:29:

Thank you for the instructional videos. I have, in the past, had great difficulty understanding pattern instructions -- with many; "what do they want me to do here" moments. I read the instructions, watched the videos while reviewing the instructions -- and now everything seems crystal clear, in particular I now understand and can use the patterns and prefer these to written instructions. Twenty minutes or so working with your videos went a VERY long way with me. Super pleased.

Anne-Marie Perez 08.06.2019 - 07:07:

Bonjour Bravo pour toutes les explications qui sont aussi en vidéo ! Je voudrais faire avec ces petites et grandes fleurs un haut de maillot. Pourriez-vous m'indiquer où je peux trouver ce modèle? Encore merci pour ce site qui me rend bien service.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.