DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 5 frábærum garntegundum!

Kennslumyndbönd

Myndbönd: 1735
13:11
Hvernig á að hekla fallegt blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum fallegt blóm sem er í nokkrum af mynstrum okkar. Við sýnum byrjun og endi á hverri umferð. Heklið 4 loftlykkjur og tengið í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, 8 fastalykkjur um hringinn, endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið 6 loftlykkjur (= 1 stuðull + 3 loftlykkjur), * 1 stuðull í næstu fastalykkju, 3 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferð = 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, heklið nú um hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 fastalykkju, 1 hálfan stuðul, 3 stuðlar, 1 hálfur stuðull og 1 fl, endið umferð á 1 keðjulykkju í byrjun á umferð = 8 blöð. UMFERÐ 4: Heklið 7 loftlykkjur, * 1 fastalykkja á milli 2 næstu blaða, 6 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun á umferð = 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 5: 1 loftlykkja, heklið áfram þannig um hvern loftlykkjuboga: 1 fastalykkja, 1 hálfur stuðull, 5 stuðlar, 1 hálfur stuðull og 1 fastalykkja, endið umferð með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun á umferð = 8 blöð. UMFERÐ 6: Heklið 10 loftlykkjur, * 1 fastalykkja á milli 2 næstu blaða, 9 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar = 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 7: 1 loftlykkja, heklið áfram þannig um hvern loftlykkjuboga: 1 fastalykkja, 1 hálfur stuðull, 1 stuðull, 5 tvíbrugðnir stuðlar, 1 stuðull, 1 hálfur stuðull og 1 fastalykkja, endið umferð með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun á umferð = 8 blöð. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

8:16
Hvernig á að hekla lítið blóm í DROPS Children 24-29

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum lítið fallegt blóm sem er í kjól í DROPS Children 24-29. Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: * 1 fastalykkja í hringinn, 3 loftlykkjur, * endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 3 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 5 stuðlar og 1 keðjulykkja = 3 blöð. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. UMFERÐ 3: 1 loftlykkja, heklið 1 fastalykkju í kringum fyrstu fastalykkju frá umferð 1, 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju neðst niðri í miðju á fyrsta blaði frá umferð 2, * heklið nú 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju í kringum næstu fastalykkju frá umferð 1, heklið nú 4 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju neðst niðri í miðju á næsta blaði frá umferð 2 * endurtakið frá *-* þar til heklaðir hafa verið alls 5 loftlykkjubogar, endið á 4 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá umferð = 6 loftlykkjubogar. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. UMFERÐ 4: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 6 stuðlar og 1 keðjulykkja = 6 blöð. Þessi kjóll er heklaður úr DROPS Muskat, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

8:07
Hvernig á að hekla einfalt blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla einfalt blóm. Þetta blóm er heklað með mismunandi fjölda lykkja, en grunnhugmyndin er sú sama. Í myndbandinu heklum við 4 loftlykkjur og tengjum í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: * Heklið 1 fastalykkju í hringinn, 3 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 3 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið nú í hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 5 stuðlar og 1 keðjulykkja 3 blöð. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í kringum fyrstu fastalykkju frá 1. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja neðst fyrir miðju í fyrsta blaðið frá 2. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja í kringum næstu fastalykkju frá 1. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja neðst fyrir miðju í síðasta blaðið frá 2. umferð, endið á 4 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju sem hekluð var í byrjun umferðar = 6 loftlykkjubogar. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. UMFERÐ 4: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 6 stuðla og 1 keðjulykkju = 6 blöð, klippið frá. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.