Hvernig á að prjóna A.1, A.2, A.3 og A.4 í DROPS Extra 0-1203

Tags: bylgjumynstur, mynstur, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum mynsturteikningu A.1, A.2, A.3 og A.4 í sjali DROPS Extra 0-1203. Þetta sjal er prjónað úr DROPS Alpaca og DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (2)

Guðlaug 16.04.2020 - 14:04:

Í uppskriftinni er talað um að hafa uppslátt á milli 2 kantlykkja á hvorri hlið, sem látinn er falla niður í næstu umferð. Þetta er ekki gert í myndbandinu. Hvað á að gera?

DROPS Design 21.04.2020 - 11:01:

Blessuð Guðlaug. Þegar þú kemur að tákni í mynsturtexta með svörtum hring í rúðu (annað mynsturtákn í mynsturtexta, slétt frá röngu) þá fylgir þú þessum texta: Í hverri umferð með slétt frá röngu í mynsturteikningu er prjónaður 1 uppsláttur á milli 2 kantlykkja á hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð er uppslátturinn látinn falla laust niður af prjóni, hann er EKKI prjónaður. Þetta er gert til þess að kanturinn með garðaprjóni verði ekki of stífur. Gangi þér vel.

Georgina 06.10.2019 - 18:51:

Me encantan sus prendas Tienen lo mas hermoso y mejor explicado Felicidades

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.