Myndband #864, skráð í: Mynstur kennslumyndbönd, Heklaðir fylgihlutir, Prjónamynstur, Heklmynstur, Sjöl & Hálsklútar
Myndböndin okkar hafa ekkert hljóð. Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og fólk sem skoðar myndböndin okkar talar mörg mismunandi tungumál og margir skilja ekki ensku. Þar sem það er ekkert gefið tungumál fyrir okkur að nota, höfum við í staðinn skrifaðar leiðbeiningar fyrir myndböndin og ekkert hljóð sem truflar þegar þú horfir.
Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.
Guðlaug skrifaði:
Í uppskriftinni er talað um að hafa uppslátt á milli 2 kantlykkja á hvorri hlið, sem látinn er falla niður í næstu umferð. Þetta er ekki gert í myndbandinu. Hvað á að gera?
16.04.2020 - 14:04DROPS Design :
Blessuð Guðlaug. Þegar þú kemur að tákni í mynsturtexta með svörtum hring í rúðu (annað mynsturtákn í mynsturtexta, slétt frá röngu) þá fylgir þú þessum texta: Í hverri umferð með slétt frá röngu í mynsturteikningu er prjónaður 1 uppsláttur á milli 2 kantlykkja á hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð er uppslátturinn látinn falla laust niður af prjóni, hann er EKKI prjónaður. Þetta er gert til þess að kanturinn með garðaprjóni verði ekki of stífur. Gangi þér vel.
21.04.2020 - 11:01Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú heklar byrjun og lokin á 55.-56. umferð í mynsturteikningu A.7a, A.7b í 9. vísbendingu í Magic Summer DROPS Along. Þetta sjal er heklað úr DROPS Cotton Merino, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Þú verður að lesa 8. vísbendingu ásamt því að skoða mynsturteikningu, jafnframt því sem þú horfir á myndbandið. Til þess að fá frekari útskýringu á 9. vísbendingu, skoðaðu DROPS Magic Summer – vísbending #9
Me encantan sus prendas Tienen lo mas hermoso y mejor explicado Felicidades
06.10.2019 - 18:51