Hvernig á að hekla byrjun á 4. vísbendingu í Magic Summer DROPS-Along

Keywords: sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum umferð 1 í mynsturteikningu A.4a og A.4b í 4. vísbendingu í Magic Summer DROPS Along. Við sýnum einnig hvernig staðsetja eigi 12 prjónamerki í stykkið án þess að hekla. Setjið eitt prjónamerki eftir 5 fyrstu stuðlalykkjurnar. Eftir það eru hin 11 prjónamerkin sett með 10 lykkjur á milli prjónamerkja. Nú eru 5 stuðlalykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónamerkin fylgja með upp úr í stykkinu og koma til með að hafa um það bil sama lykkjufjölda á hvorri hlið. Þetta sjal er heklað úr DROPS Cotton Merino, en í myndbandinu heklum við með grófara garni; DROPS Snow. . Þú verður að lesa 4. vísbendingu ásamt því að skoða mynsturteikningu, jafnframt því sem þú horfir á myndbandið. Til þess að fá frekari útskýringu á 4. vísbendingu, skoðaðu DROPS Magic Summer – vísbending #4

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.