Hvernig á að prjóna kant á sjali, jafnframt því að fella af

Keywords: gatamynstur, kantur, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kant á sjali jafnframt því sem við fellum af. Þegar lykkjur af sjali hafa verið prjónaðar, á ekki að snúa stykkinu, fitjið upp 14 nýjar lykkjur fyrir kant á sjali frá röngu. Snúið við, prjónið 1 umferð slétt yfir 14 nýju lykkjurnar (= rétta), snúið stykkinu við og prjónið áfram eftir mynstri = 1 umf í mynstureiningu frá röngu. Í þessu myndbandi höfum við prjónað fyrstu umferðina á kanti. Við byrjun nú á annarri umferð af kantmynstri:
UMFERÐ 1 = ranga: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt og prjónið garðaprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn (= 2 lykkjur), 2 lykkjur slétt. Snúið stykki.
UMFERÐ 2 = rétta: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið annan uppsláttinn af þeim tveimur sem voru slegnir uppá prjóninn, sá seinni er steyptur niður af prjóni, prjónið garðaprjón þar til 3 lykkjur eru eftir að kantlykkjum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur saman slétt og prjónið nú saman síðustu kantlykkjuna slétt með fyrstu lausu lykkjunni af sjali. Snúið við og prjónið UMFERÐ 3 í mynstri o.s.frv. Í síðustu umferð frá réttu, fellið af fyrstu 8 kantlykkjurnar, prjónið síðan afgang eftir mynstri = 14 lykkjur á prjóni og endurtakið aftur mynstur.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Yvonne Pélissier wrote:

Merci mais cette vidéo ne correspond pas avec le châle que je vais réaliser c'est à dire diagramme du modèle drops 157-22 ceci dit ca me donne quand même une idée. Pour le mien la légende me dit de tricoter le jeté à l'endroit alors que je suis sur l'envers et diagramme il me semble que ce rend de retour est à l'envers c'est où je bloque et des fois j'ai plus de mailles Peut-on m'aider je vous en remercie

02.01.2015 - 11:35

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Pélissier, effectivement, la vidéo montre la technique ou comment tricoter la bordure au châle au fur et à mesure, mais suivez bien les indications du modèle que vous tricotez pour ce qui est du diagramme. Bon tricot!

02.01.2015 - 17:15

Maryse Hermet wrote:

Merci, j'en suis presque à la bordure, et je suis très rassurée de pouvoir visualiser comment la monter. Ce châle est magnifique, et grâce à vos explications, il se tricote sans souci.

05.05.2014 - 08:33

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.