Hvernig á að fella af með 2 litum í tvöföldu prjóni

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með 2 litum í tvöföldu prjóni. Til þess að fá fallegan affellingarkant sem passar við uppfitjunarkantinn sem prjónaður er með tveimur litum er hægt að fella svona af í lokin á stykki með tvöföldu prjóni: Haldið saman báðum þráðunum, prjónið saman fyrstu tvær lykkjurnar, * prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann), steypið síðan 2. lykkju á hægri prjón yfir 1. lykkju. Endurtakið frá *-* út umferðina, eftir að síðastu lykkju hefur verið steypt yfir, klippið frá og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna. Festið enda.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.