Hvernig á að gera ósýnilega affellingu með tvöföldu prjóni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera ósýnilega affellingu með tvöföldu prjóni. Til þess að uppfitjun og affelling verði eins á stykkinu þínu sem fitjað var upp á með ósýnilegri aðferð, skiptu upp lykkjunum fyrir fram- og bakstykki á tvo prjóna. Klippið endann á þræðinum og skiljið einn langan þráð til þess að sauma með ca 3 sinnum þá lengd breiddar á stykkinu. Setjið langa þráðinn á nál og hinn þráðurinn er festur niður síðar. Við höfum sérstakt myndband með ósýnilegum saum en svona gerum við:
Stingið nálinni frá röngu í gegnum 1. lykkju á 1. prjóni og dragið í gegn án þess að sleppa lykkjunni niður.
Stingið nálinni frá réttu í gegnum 1.lykkju á 2. prjóni og dragið í gegn án þess að sleppa lykkjunni niður.
* Stingið nálinni frá réttu í gegnum 1. lykkju á 1. prjóni og sleppið niður lykkjunni, stingið nálinni frá röngu í gegnum 2. lykkju á 1. prjóni og dragið í gegn án þess að sleppa lykkjunni niður. Stingið nálinni frá röngu í gegnum 1. lykkju á 2. prjóni og sleppið niður lykkjunni, stingið nálinni frá réttu í gegnum 2. lykkju á 2. prjóni og dragið í gegn án þess að sleppa niður lykkjunni *, endurtakið frá *-* út umferðina.