Hvernig á að prjóna 21.-22. umferð í sjali í DROPS 203-13
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum 21.-22. umferð í mynsturteikningu A.1A, A.2, A.3 og A.4A. Það sem er sérstakt með þessa umferð er hvernig aukið er út um 4 lykkjur í 1 lykkju og hvernig prjóna á 8 lykkjur saman. Hvernig á að prjóna 5 lykkjur í 1 lykkju = Prjónið 5 lykkjur í slétta lykkju og uppsláttinn þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að steypa lykkjunni af prjóni, * sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman án þess að steypa lykkjunni af prjóni *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum = 5 lykkjur (þ.e.a.s. 4 lykkjur fleiri).
Hvernig á að prjóna 8 lykkjur saman = prjónið 5 lykkjur og 3 uppslætti (= alls 8 lykkjur) saman þannig: Lyftið 3 fyrstu lykkjunum og 2 uppsláttunum laust yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi þær slétt saman, prjónið næstu 2 lykkjur og 1 uppslátt slétt saman, steypið 5 lausu lykkjunum (ásamt uppslætti) frá hægri prjóni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (þ.e.a.s. 4 lykkjur færri).
Þetta sjal er prjónað úr DROPS Alpaca og DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Nepal.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir, það er mjög mikilvægt að lesa kaflann um 2-LITA MYNSTUR Í KLUKKUPRJÓNI OG KANTLYKKJA Í GARÐAPRJÓNI.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.