Hvernig á að prjóna umferð 13 í sjali í DROPS 203-13

Keywords: klukkuprjón, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum 13. umferð í mynsturteikningu A.1A, A.2, A.3 og A.4A. Það sem er sérstakt með þessa umferð er hvernig hringurinn í fernings tákni er prjónað. Prjónið þannig: Prjónið 3 lykkjur í slétta lykkju og uppsláttinn þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að steypa lykkjunni af prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman = 3 lykkjur (þ.e.a.s. 2 lykkjur fleiri). Þetta sjal er prjónað úr DROPS Alpaca og DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Nepal.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir, það er mjög mikilvægt að lesa kaflann um 2-LITA MYNSTUR Í KLUKKUPRJÓNI OG KANTLYKKJA Í GARÐAPRJÓNI.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Ria Mulder wrote:

Ik zoek een patroon voor vest of trui om te breinen op naald 13 ik had een patroon maar ben hem kwijt,heb wel de wol,

03.05.2021 - 17:22

DROPS Design answered:

Dag Ria,

Je zou kunnen zoeken op het zoekwoord vest en garencategorie F, dat is ons dikste garen en wordt met naald 12 gebreid.

08.05.2021 - 19:12

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.