Hvernig á að prjóna handstúkur með kaðli í DROPS 234-55

Keywords: garðaprjón, handstúkur, hringprjónar, kaðall, mynstur, stroffprjón, áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum vinstri handstúkuna með kaðli í DROPS 234-55. Við höfum nú þegar fitjað upp 50 lykkjur og prjónað stroff í 2 cm (1 lykkja snúin slétt / 1 lykkja brugðið). Eftir það sýnum við:
1) Hvernig 12 lykkjurnar í A.1 eru prjónaðar.
2) Hvernig prjónamerki er sett eftir 38 lykkjur. – Eftir það er haldið áfram með mynstur og sléttprjón hringinn.
3) Hvernig umferð 3 í mynsturteikningu A.1 er prjónuð (kaðall með kaðlaprjóni).
4) Hvernig fækka á lykkjum í fyrsta skipti hvoru megin við prjónamerki (þegar stykkið mælist 3 cm). – Eftir það er A.1 prjónað 2 sinnum á hæðina + 3 fyrstu umferðir í A.1.
5). Hvernig prjónamerki er sett í 6. lykkju í A.1 og hvernig mynstrið er prjónað jafnframt því sem aukið er út hvoru megin við lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt og mynstrið eins og áður. Eftir það er haldið áfram með mynstur og útaukningu fyrir op fyrir þumal eins og útskýrt er í mynstri.
6) Þegar stykkið mælist 16 cm eru prjónaðar upp 5 lykkjur eftir mynsturteikningu, næstu 13 lykkjur (fyrir op fyrir þumal) eru settar á þráð, fitjuð er upp 1 ný lykkja aftan við þumal og næstu 6 lykkjur eru prjónaðar eftir mynsturteikningu.
7) Hvernig prjónað er eftir 1. umferð í mynsturteikningu «aftan við» op fyrir þumal.
9) Hvernig stroffið, 1 lykkja snúin slétt / 1 lykkja brugðið er prjónað þegar stykkið mælist 18 cm. – Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
10) Setjið 13 lykkjurnar af þræði til baka á sokkaprjónana.
11) Hvernig prjónaðar eru upp 3 lykkjur í kanti á bakhlið á þumallykkjum. – prjónið stroff yfir þumallykkjur í 2 cm og fellið af.
Þessar handstúkur eru prjónaðar úr DROPS Merino Extra Fine, sama garni og við notum í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.