DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hekl myndbönd

Lærðu að hekla með frábæru kennslumyndböndunum okkar! Við erum með allt frá kennslumyndbönd fyrir byrjendur með grunnaðferðum til aðferða sem eru meira tæknilega útfærðar, sem og skref-fyrir-skref myndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu fríu heklumynstrunum okkar.

Myndbönd: 283
14:25
Hvernig á að hekla Catherine hjólamynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum Catherine hjólamynstur. Þegar þú heklar þetta mynstur eins og við gerum í þessu myndbandi, þá byrjar þú með fjölda loftlykkja sem er deilanlegur með 10 + 2. Í mynna stykkinu okkar þá byrjum við með 22 loftlykkjur. UMFERÐ 1: Byrjið í 2. loftlykkju frá heklunálinni og heklið 2 fastalykkjur, * hoppið yfir 3 loftlykkjur, 7 stuðlar í næstu loftlykkju, hoppið yfir 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í næstu 3 loftlykkjur, endurtakið frá * og endið á 1 fastalykkju í síðustu 2 loftlykkjur í umferð og þegar þráðurinn er dreginn í gegn í lokin er skipt um lit. Snúið við. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur upp frá 1. fastalykkju, heklið stuðul í næstu 3 loftlykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin í hverjum stuðli, dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjur og heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman, 3 loftlykkjur, 3 fastalykkjur, 3 loftlykkjur, * heklið stuðla í næstu 7 lykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegnum hvern stuðul, dragið síðan þráðinn í gegnum allar 8 lykkjurnar á heklunálinni, heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman, 3 loftlykkjur, 3 fastalykkjur, 3 loftlykkjur, endurtakið frá *, heklið stuðla í síðustu 4 lykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegnum hvern stuðul, dragið síðan þráðinn í gegnum allar 5 lykkjur á heklunálinni, heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman. Snúið. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í loftlykkjugatið frá fyrri umferð, fastalykkja í næstu 3 fastalykkjur frá fyrri umferð, * 7 stuðlar í næsta gat, fastalykkja í næstu 3 fastalykkjur, endurtakið frá *, 4 stuðlar í síðasta gatið og þegar þráðurinn er dreginn í gegn í lokin er skipt um lit. Snúið við. UMFERÐ 4: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. og 2. stuðul. * 3 loftlykkjur, heklið stuðla í næstu 7 lykkjur og bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin í hverjum stuðli, dragið síðan þráðinn í gegnum allar 8 lykkjur á heklunálinni, heklið 1 loftlykkju til þess að halda saman, 3 loftlykkjur, 3 fastalykkjur , endurtakið frá *, endið á fastalykkju í síðustu 2 lykkjur. Snúið við. UMFERÐ 5: Heklið 1 loftlykkju, fastalykkja í 1. og 2. stuðul, * 7 stuðla í næsta gat, 3 fastalykkjur, endurtakið frá *, endið á fastalykkju í síðustu 2 lykkjur í umferð og þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er skipt um lit. Snúið við. Endurtakið umf 2-5.

12:16
Hvernig á að hekla krókódílamynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum krókódílamynstur. Heklið ákveðin fjölda loftlykkja, fjöldinn á að vera deilanlegur með 6 + 4, í sýnishorninu okkar höfum við heklað 16 loftlykkjur. Heklið allar umferðir frá réttu án þess að snúa stykkinu við í lok hverrar umferðar. UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju, * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 loftlykkjur, 2 stuðlar í næstu loftlykkju, endurtakið frá * út umferðina. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, 4 stuðlar niður í kringum 1. stuðul, 1 loftlykkja, 5 stuðlar upp í kringum næsta stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir næsta par með 2 stuðlum, 5 stuðlar niður í kringum næsta stuðul, 1 loftlykkja, 5 stuðlar upp í kringum næsta stuðul, endurtakið frá * út umferðina. UMFERÐ 3: Heklið 1 keðjulykkju í miðjuna á síðu skel, 3 loftlykkjur, 1 stuðlar í sama gat, * 2 loftlykkjur, 2 stuðlar á milli næsta pars með 2 stuðlum og heklið í kringum bæði stykkin, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar í miðju á næstu skel, endurtakið frá * út umferðina. UMFERÐ 4: Heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 stuðul, * 5 stuðlar niður í kringum næsta stuðul, 1 loftlykkja, 5 stuðlar upp í kringum næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir næsta par með 2 stuðlum, endurtakið frá * út umferðina, endið á einni keðjulykkju á milli síðustu 2 stuðlum í umferð. UMFERÐ 5: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. lykkju, * 2 loftlykkjur, 2 stuðlar í miðju á næstu skel, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar á milli næsta pars með 2 stuðlumog heklið í kringum bæði stykkin, endurtakið frá * út umferðina. Endurtakið umferð 2-5.