DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hekl myndbönd

Lærðu að hekla með frábæru kennslumyndböndunum okkar! Við erum með allt frá kennslumyndbönd fyrir byrjendur með grunnaðferðum til aðferða sem eru meira tæknilega útfærðar, sem og skref-fyrir-skref myndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu fríu heklumynstrunum okkar.

Myndbönd: 283
14:16
Hvernig á að hekla slaufu og hulstur utan um bolla

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hekla á mjög einfalda slaufu og hulstur utan um bolla. SLAUFA: Heklið 26 loftlykkjur (við notum heklunál 3,5 og DROPS Merino Extra Fine litur nr 25), snúið. 1 fastalykkja í 2. lykkju frá heklunálinni, heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju út umferðina. Klippið frá og festið enda jafnframt því sem bandið er látið mynda slaufu og saumið niður. HULSTUR UTAN UM BOLLA MEÐ BLÚNDUMYNSTRI: Heklið 33 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í allar lykkjur út umferðina, endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið eins og í umferð 1. UMFERÐ 3: Heklið * 9 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 keðjulykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 4: Heklið 5 loftlykkjur, * snúið lykkjuboga frá fyrri umferð og heklið 2 fastalykkjur um toppinn á loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 fastalykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 5: Heklið 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í hverja lykkju umferðina hringinn, endið með 2 keðjulykkjur í 2. loftlykkju. UMFERÐ 6: Heklið eins og í umferð 5. Klippið frá og festið enda. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

11:37
Hvernig á að hekla marga hringi saman

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við ykkur hvernig hekla á saman nokkra hringi. Þessa aðferð er hægt að nota í fleira t.d. í pottaleppum. 4 hringir saman: HRINGUR 1: Heklið 12 loftlykkjur með lit 1 og tengið saman í einn hring með 1 keðjulykkju. Umferð 1: Heklið 2 loftlykkjur, 20 hálfa stuðla um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda. HRINGUR 2: Heklið 12 loftlykkjur með lit 2, dragið loftlykkju í gegnum HRING 1 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 3: Heklið 12 loftlykkjur með lit 3, dragið loftlykkju í gegnum HRING 2 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 4: Heklið 12 loftlykkjur með lit 4, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 3 og ofan frá og niður í HRING 1, í kringum HRING 1 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. 8 hringir saman: Heklið eins og að ofan. HRINGUR 5: Heklið 12 loftlykkjur með lit 1, dragið loftlykkju í gegnum HRING 3 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 6: Heklið 12 loftlykkjur með lit 2, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 5 og ofan frá og niður í HRING 4, í kringum HRING 4 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 7: Heklið 12 loftlykkjur með lit 4, dragið loftlykkju í gegnum HRING 5 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. HRINGUR 8: Heklið 12 loftlykkjur með lit 3, dragið loftlykkju ofan frá og niður í gegnum HRING 7 og ofan frá og niður í HRING 6, í kringum HRING 6 og upp, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið eins og hringur 1. Haldið áfram eins og hringur 7 og 8 að óskaðri lengd. Bæði ferningurinn og rétthyrningurinn sem eru sýndir fyrst í myndbandinu eru heklaðir úr DROPS Nepal, en þegar við sýnum hvernig þeir eru heklaðir þá notum við DROPS Andes.

8:53
Hvernig á að hekla fiðrildi

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum einfalt fiðrildi, sem hentar t.d. sem skraut á húfu. Heklið 5 loftlykkjur og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Fyrst eru heklaðir 2 stórir «vængir» og eftir það 2 minni «vængir». Dragið lykkjuna (keðjulykkjuna) þannig að það verða ca 3-4 cm, bregðið þræðinum um heklunálina, dragið heklunálina í gegnum loftlykkju og sækið þráðinn, dragið þráðinn í gegn og gerið alveg eins langt og uppslátturinn og keðjulykkjan/fyrri lykkja = 3 langar lykkjur á heklunálinni. Endurtakið þetta 7 sinnum til viðbótar = 17 langar lykkjur/uppslættir á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar löngu lykkjurnar, bregðið á ný þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna til að «loka» saman löngu lykkjunum og herða að. Heklið 3 loftlykkjur, eftir það 1 keðjulykkja í loftlykkju. Leggið 3 loftlykkjur á «bakhlið». Endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Eftir það eru heklaðir 2 minni «vængir». Endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, en dragið lykkjurnar einungis 2-3 cm (þær eiga að vera aðeins styttri en í 2 fyrri «vængjum» og heklið 2 loftlykkjur í stað 3 loftlykkjur. Endið fiðrildið með einni keðjulykkju í loftlykkju, herðið að. Klippið frá og festið enda. Nú vefjið þið þræði með öðrum lit utan um «maga» á fiðrildinu, 2-3 sinnum. Bindið þræðina saman og klippið «fálmara» að óskaðri lengd. Veljið sjálf hvaða garn og grófleika á heklunál er notað. Í þessu myndbandi heklum við með DROPS Snow og notum heklunál nr 8. Hekluðu fiðrildin eru hekluð úr DROPS Melody/heklunál nr 4,5 og DROPS Kid-Silk/heklunál nr 3,5.

13:05
Hvernig á að hekla hauskúpu

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum hauskúpu. UMFERÐ 1: Heklið 11 loftlykkjur og tengið saman í hring með keðjulykkju, heklið 11 nýjar loftlykkjur og endið á 1 keðjulykkju í sömu loftlykkjur eins og keðjulykkjurnar = 8 UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, heklið 18 loftlykkjur um fyrsta loftlykkjuhringinn, eftir það 18 fastalykkjur um hina loftlykkjuhringi og endið á 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, heklið nú í hverja fastalykkju þannig: 1 stuðul í hverja af fyrstu 4 fastalykkjum, 3 hálfstuðla, 4 fastalykkjur, 1 hálfan stuðul, 3 stuðla, 6 loftlykkjur, hoppið yfir 6 fastalykkjur (3 fastalykkjur hvoru megin við augun), 3 stuðlar, 1 hálfur stuðull, 4 fastalykkjur, 3 hálfir stuðlar, 4 stuðlar og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, heklið nú áfram í hverja lykkju þannig: 3 stuðlar, 4 hálfir stuðlar, 4 fastalykkjur, 2 hálfir stuðlar og 2 stuðlar (sjá * að ofan). Heklið 4 stuðla um loftlykkjubogann, haldið áfram með að hekla í hverja lykkju þannig: 2 stuðlar, 2 hálfir stuðlar, 4 fastalykkjur, 4 hálfir stuðlar, 3 stuðlar og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkjur frá byrjun umferð. Klippið frá. Snúið stykkinu upp og niður. Festið enda með fastalykkju í 1. stuðul innan við 4 stuðla sem heklaðir voru um loftlykkjubogann í umferð (sjá *). Heklið 1 fastalykkju í 2 stuðul, 1 fastalykkju í 1. stuðul um loftlykkjuboga, 4 loftlykkjur, * 1 stuðul um næsta stuðul, 1 loftlykkja * endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar. Heklið 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 2 lykkjum, endið á 1 keðjulykkju í næstu lykkju. Klippið frá.