Hvernig á að hekla slaufu og hulstur utan um bolla

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hekla á mjög einfalt band með slaufu og hulstur utan um bolla.
SLAUFA: Heklið 26 loftlykkjur (við notum heklunál 3,5 og DROPS Merino Extra Fine litur nr 25), snúið.
1 fastalykkja í 2. lykkju frá heklunálinni, heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju út umferðina.
Klippið frá og festið enda jafnframt því sem bandið er látið mynda slaufu og saumið niður.
HULSTUR UTAN UM BOLLA MEÐ BLÚNDUMYNSTRI:
Heklið 33 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í allar lykkjur út umferðina, endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð.
UMFERÐ 2: Heklið eins og í umferð 1.
UMFERÐ 3: Heklið * 9 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 keðjulykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina.
UMFERÐ 4: Heklið 5 loftlykkjur, * snúið lykkjuboga frá fyrri umferð og heklið 2 fastalykkjur um toppinn á loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 fastalykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar.
UMFERÐ 5: Heklið 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í hverja lykkju umferðina hringinn, endið með 2 keðjulykkjur í 2. loftlykkju.
UMFERÐ 6: Heklið eins og í umferð 5.
Klippið frá og festið enda. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.

Tags: eldhús,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.