DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 5 frábærum garntegundum!

Kennslumyndbönd

Myndbönd: 1735
7:27
Hvernig á að hekla kant í kringum teppi í DROPS 163-1

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum kant í kringum teppið Memories í DROPS 163-1. KANTUR Í KRINGUM TEPPIÐ: Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í síðustu af 3 fastalykkjum í einu horni á teppinu. Heklið síðan umferð 4-7 í KANTUR MEÐ KÚLUM (þ.e.a.s. heklið 1 umferð með stuðlahópum, 1 umferð með kúlum og 2 umferðir með stuðla-hópum). Í myndbandinu sýnum við einungis lítið af teppinu (við heklum ekki hringinn). Þetta teppi er heklað úr DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Merino Extra Fine. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Til að sjá hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1, sjá; Hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að sauma ömmuferningana saman sjá; Hvernig á að sauma ömmuferninga saman í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant með kúlum, sjá:Hvernig á að hekla kant með kúlum í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla ferning í hring, sjá: Hvernig á að hekla ferning í hring í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að gera frágang á þessu teppi, sjá:Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppi í DROPS 163-1

4:52
Hvernig á að hekla sólfjaðrakant utan um teppi í DROPS 163-1

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að sólfjaðrakant í kringum teppið Memories í DROPS 163-1. SÓLFJAÐRAKANTUR:Heklið keðjulykkju fram til og með loftlykkju á undan fyrsta stuðlahóp, heklið 1 loftlykkju, heklið síðan eins og sýnt er í mynsturteikningu A.6, þ.e.a.s. heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul og 1 fastalykkju um hverja loftlykkju frá fyrri umferð endið umferð á 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar. UMFERÐ 2: * hoppið yfir 3 fastalykkjur, 10 stuðla í næstu fastalykkju (= 1 sólfjöður), hoppið yfir 3 fastalykkjur, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* umferð hringinn, en passið uppá að það verði ein sólfjöður í hverju horni á teppinu (eins og sýnt er í A.6A). Myndbandið sýnir einungis brot af teppinu (við heklum ekki allan hringinn). Þetta teppi er heklað úr DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Merino Extra Fine. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Til að sjá hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1, sjá: Hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1 Til að sjá hverig á að sauma ömmuferningana saman, sjá: Hvernig á að sauma ömmuferninga saman í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant með kúlum, sjá:Hvernig á að hekla kant með kúlum í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla ferning í hring, sjá: Hvernig á að hekla ferning í hring í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að gera frágang á teppi, sjá:Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að hekla kant í kringum teppi í DROPS 163-1

10:57
Hvernig á að hekla skáhallandi pufflykkjur

Í þessu myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla skáhallandi pufflykkjur. Fitjið upp fjölda lykkja með oddatölu + 2 loftlykkjur. Í myndbandinu höfum við 13 + 2 loftlykkjur UMFERÐ 1: Stingið heklunálinni í 3. loftlykkju frá heklunálinni, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju = 1. pufflykkja. * Hoppið yfir 1 lykkju, stingið heklunálinni í næstu lykkju og sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 pufflykkjur. Snúið. UMFERÐ 2: Skiptið um lit, heklið 2 loftlykkjur. * Stingið heklunálinni í 1. lykkju á pufflykkjunni frá fyrri umferð, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið nálinni inn í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni inn í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar og heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 pufflykkjur sem snúa í gagnstæða átt. Snúið. UMFERÐ 3: Skiptið um lit og endurtakið umferð 2 að óskaðri lengd. Við notum DROPS Snow garn í þessu myndbandi. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

9:11
Hvernig á að hekla pufflykkjur sem eru hjartalaga

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum í hring með pufflykkjum formuð eins og hjörtu. Fallegt mynstur sem hægt er að nota í húfu eða í hálsskjóli. Við höfum nú þegar heklað band með 32 loftlykkjum (deilanlegt með 4). Tengt loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: * Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í 1. loftlykkju/næstu loftlykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn og gerið lykkjuna langa *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar = 9 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 9 lykkjurnar, 1 loftlykkja. Endurtakið frá *-* 4 sinnum í sömu loftlykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 3 lykkjur = 1 hjarta. Heklið þetta hjarta umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju á toppnum á 1. hluta á hjartanu. UMFERÐ 2: * Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í næstu loftlykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn og gerið lykkjuna langa *. Endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar = 9 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 9 lykkjurnar, 1 loftlykkja. Endurtakið frá *-* 4 sinnum í sömu loftlykkju, 1 loftlykkja = 1 hjarta. Heklið þetta hjarta umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í toppinn á 1. hluta á hjartanu. Endurtakið umferð 2 að óskaðri lengd. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow. Þessi litla dúkkuhúfa er hekluð úr DROPS Merino Extra Fine. Við byrjuðum með 32 loftlykkjur með heklunál 3,5 (ummál: 22 cm) og í þremur síðustu umferðunum eru öll puff hjörtun hekluð minni (endurtakið bara frá *-* 3 sinnum). Kvisturinn er úr DROPS Kid-Silk.