Hvernig á að prjóna uppábrot saman

Keywords: kantur, mynstur, pífa, sokkar, tátiljur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum uppábrot saman, eins og er í sokkunum «Rosy Ruffles» í DROPS 223-47. Við höfum nú þegar prjónað bylgjukantinn og setjum 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í síðustu umferð sem var prjónuð. Prjónið stroffprjón með 2 lykkjur slétt og 1 lykkju brugðið að réttu máli.
Brettið byrjun á stykki inn að röngu á stykki, þannig að hægt sé að prjóna upp lykkjur í fyrstu umferð í stroffprjóni á eftir A.1 (stykkið liggur nú uppábrotið, ranga á móti röngu og bylgjukanturinn vísar upp yfir prjónana). Prjónið 1 umferð slétt jafnframt því sem hver slétt lykkja frá fyrstu umferð í stroffprjóni er prjónuð slétt saman með næstu lykkju í umferð (þ.e.a.s. 3. hver lykkja frá fyrstu umferð í stroffprjóni er fest við umferð sem nú var prjónuð).
Snúið stykkinu, þannig að bylgjukanturinn komi að ytri hlið á stykki, þetta verður nú réttan á sokknum. Prjónið 1 umferð slétt (síðasta umferð er nú snúin og það getur myndast smá gat í skiptingunni, þetta gat er saumað saman með smáu spori í lokin). Þessi sokkar eru prjónaðir úr DROPS Nord, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Clarisa wrote:

Buenísima la explicación de ésta técnica. Gracias por compartir

21.02.2024 - 17:12

Gabi wrote:

Sehr gut erklärt. Vielen Dank. Würde mich sehr freuen, wenn auch Videoanleitungen mit verschiedenen Socken-Fußfersen gäben würde. 🙋🏼

14.11.2022 - 09:09

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.