Hvernig á að prjóna stroff með smáum bogum

Keywords: bylgjumynstur, jakkapeysa, kantur, peysa, pífa, stroffprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum stroff með smáum bogum meðfram uppfitjunarkanti. Við höfum nú þegar prjónað umferðir í stroffprjóni með 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið og með 3 lykkjur slétt í byrjun og í lok hverrar umferðar (bæði frá réttu og frá röngu). Eftir það prjónum við: 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, takið hægri prjón framan við stykkið og undir uppfitjunarkantinn, notið hægri prjón og lyftið ystu lykkjunni á vinstra prjóni yfir hægri prjón, eftir það hægri prjón til baka undir uppfitjunarkantinn (einungis ysta lykkjan á hægri prjóni liggur nú utan um uppfitjunarkantinn), setjið þessa lykkju til baka á vinstri prjón og prjónið lykkjuna slétt (passið uppá að lykkjan sé ekki snúin) *, prjónið frá *-* út umferðina. Stykkið er núna með smáum bogum meðfram öllum kantinum. Snúið og prjónið stroff til loka máls. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Nathalie Perona wrote:

Bonjour, il n'y a pas de son sur les vidéos ! Svp est-ce que ce gilet ou pull peut être tricoter en aiguille non circulaire ? Je ne sais pas tricoter avec des aiguilles circulaires. Merci beaucoup pour votre aide ! Cordialement Nathalie

09.04.2022 - 10:40

DROPS Design answered:

Bonjour Nathalie, Nos vidéos sont muettes. Nous sommes une compagnie active au niveau mondial et nos vidéos sont regardées par des internautes du monde entier, parlant des langues différentes, dont beaucoup ne comprennent pas le français. Nous avons par conséquent opté pour des explications écrites pour accompagner chaque vidéo, et il n'y a pas de son pour perturber pendant que vous regardez la vidéo. Cette leçon vous donne quelques pistes pour adapter un modèle sur aiguilles droites. Bon tricot!

19.04.2022 - 14:34

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.