Hvernig á að prjóna i-cord kant

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum i-cord kant á stykki með garðaprjóni (prjónið slétt í hverri umferð). Við höfum valið að hafa 3 kantlykkjur á hvorri hlið sem mynda þennan kant.
Í hverri umferð eru 3 fyrstu lykkjunum lyft af prjóni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi þær brugðnar og 3 síðustu lykkjurnar í hverri umferð eru prjónaðar brugðnar.
Prjónið þannig: * Lyftið 3 lykkjum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi þær brugðnar, herðið aðeins á bandi, prjónið slétt út umferðina þar til eftir eru 3 lykkjur, prjónið þessar lykkjur brugðnar, snúið stykki * og endurtakið frá *-*.
Það verður að prjóna nokkra cm og draga aðeins í kantinn til að sjá hvernig útkoman verður. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.

Tags: kantur, snúra,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.