Hvernig á að prjóna sérstakan kaðal án kaðlaprjóns

Keywords: kaðall, áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kaðal sem er aðeins öðruvísi en þessi hefðbundni kaðall. Fitjið upp fjölda lykkja sem er deilanlegur með 9+2 +2 (= 1 lykkja í hvorri hlið). Við höfum fitjað upp 18+2 +2 lykkjur = 2 kaðlar. Kantlykkjur eru prjónaðar slétt í hvorri hlið í hverri umferð.
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt í næstu lykkju, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur slétt í næstu lykkju, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkja.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 kantlykkju, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, leggið þráðinn framan við stykkið og steypið næstu 7 lykkjum yfir á hægri prjón, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja.
UMFERÐ 3: Prjónið 1 kantlykkju, * 2 lykkjur brugðið, sleppið 2 næstu lykkjum af vinstri prjóni (leggið þær aftan við), setjið 3 næstu lykkjur á hægri prjón, setjið til baka 2 lausar lykkjur á vinstri prjón, setjið til baka 3 lykkjur á hægri prjón yfir á vinstri prjón og prjónið þessar snúnar slétt saman, prjónið 3 lykkjur slétt, sleppið 3 næstu lykkjum af vinstri prjón (leggið þær framan við), setjið 2 næstu lykkjur á hægri prjón, setjið til baka 3 lausu lykkjurnar á vinstri prjón, setjið til baka 2 lykkjur á hægri prjón yfir á vinstri prjón, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur snúnar slétt saman *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkja.
UMFERÐ 4: Prjónið 1 kantlykkju, 2 lykkjur slétt, * 3 lykkjur brugðið, steypið næstu lykkju yfir á hægri prjón, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og prjónið 1 kantlykkju. Endurtakið umferð 1-4 að óskaðri lengd.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Athugasemdir (2)

Tristan Bergen wrote:

Please provide links to or the names of pattern(s) that use this special cable. Veuillez fournir des liens aux (ou les noms de) modèle(s) qui incorporent ce genre de torsade très unique.

30.01.2022 - 15:52

DROPS Design answered:

Dera Mr Bergen, we have currently no pattern using this pattern - nous n'avons actuellement pas de modèle utilisant cette torsade. Bon tricot!

08.02.2022 - 16:00

Hanne Jensen wrote:

Tak for en fantastisk vejledning. Endelig forstod jeg hvordan det virker.

03.04.2019 - 01:25

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.