Hvernig á að prjóna sérstakan kaðal án kaðlaprjóns

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kaðal sem er aðeins öðruvísi en þessi hefðbundni kaðall. Fitjið upp fjölda lykkja sem er deilanlegur með 9+2 +2 (= 1 lykkja í hvorri hlið). Við höfum fitjað upp 18+2 +2 lykkjur = 2 kaðlar. Kantlykkjur eru prjónaðar slétt í hvorri hlið í hverri umferð.
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt í næstu lykkju, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur slétt í næstu lykkju, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkja.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 kantlykkju, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, leggið þráðinn framan við stykkið og steypið næstu 7 lykkjum yfir á hægri prjón, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja.
UMFERÐ 3: Prjónið 1 kantlykkju, * 2 lykkjur brugðið, sleppið 2 næstu lykkjum af vinstri prjóni (leggið þær aftan við), setjið 3 næstu lykkjur á hægri prjón, setjið til baka 2 lausar lykkjur á vinstri prjón, setjið til baka 3 lykkjur á hægri prjón yfir á vinstri prjón og prjónið þessar snúnar slétt saman, prjónið 3 lykkjur slétt, sleppið 3 næstu lykkjum af vinstri prjón (leggið þær framan við), setjið 2 næstu lykkjur á hægri prjón, setjið til baka 3 lausu lykkjurnar á vinstri prjón, setjið til baka 2 lykkjur á hægri prjón yfir á vinstri prjón, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur snúnar slétt saman *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkja.
UMFERÐ 4: Prjónið 1 kantlykkju, 2 lykkjur slétt, * 3 lykkjur brugðið, steypið næstu lykkju yfir á hægri prjón, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og prjónið 1 kantlykkju. Endurtakið umferð 1-4 að óskaðri lengd. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu. Þú verður að lesa yfir þessar leiðbeiningar og horfa á myndbandið.

Tags: kaðall, áferð,

Available in:

Athugasemdir (1)

Hanne Jensen 03.04.2019 - 01:25: Website https://noru.dk/kaka ...

Tak for en fantastisk vejledning. Endelig forstod jeg hvordan det virker.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.