Ítölsk affelling með stroffi með 2 sléttum lykkjum, 2 brugðnum lykkjum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að sauma ítalska affellingu með stroffi með 2 sléttum lykkjum og 2 brugðnum lykkjum. Byrjið með löngum enda þráðar, lengdin fer eftir fjölda lykkja sem á að fella af (u.þ.b. 3-4 sinnum lokalengd stykkisins).
Allar lykkjur eru saumaðar tvisvar áður en þær eru teknar af prjóninum. Allar sléttar lykkjur eru fyrst saumaðar brugðnar, síðan teknar af slétt og allar brugðnu lykkjur eru fyrst saumaðar slétt og síðan teknar af brugðnar.
Byrjið svona, áður en þið fylgið liðum 1 til 4 hér að neðan: Saumið fyrstu lykkjuna brugðið, dragið þráðinn út, stingið nálinni inn frá röngu hliðinni og á milli lykkja 2 og 3, dragið þráðinn út, saumið síðan lykkju 3 slétt.
Byrjið svona og endurtakið liði 1-4 eins og lýst er hér (við sýnum þetta fjórum sinnum í myndbandinu):
1 - Saumið lykkju 1 slétt, takið lykkjuna af, snúið nálinni, saumið næstu lykkju brugðið og dragið þráðinn út.
2 - Saumið lykkju 2 brugðið, dragið þráðinn út, saumið lykkju 3 slétt, dragið þráðinn út.
3 - Saumið lykkju 1 slétt, takið lykkjuna af, dragið þráðinn út, saumið lykkju 3 brugðið, dragið þráðinn út og takið lykkju 1 af.
4 - Saumið lykkju 1 slétt, dragið þráðinn út og takið lykkjuna af. Frá röngu hliðinni, stingið nálinni á milli lykkja 2 og 3, dragið þráðinn út og saumið lykkju 3 slétt.