DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Lærðu að prjóna

Lærðu hvernig á að prjóna með víðtæku safni okkar af prjónamyndböndum. Frá því að ná tökum á grunnaðferðum til að prjóna flókin gatamynstur, myndböndin okkar ná yfir allt! Þú getur lært vinsælar aðferðir eins og evrópskar axlir og axlasæti, auk ráðlegginga og tækniaðferða eins og að taka upp lykkjur og gera stuttar umferðir. Fullkomið fyrir prjónara á öllum stigum, kennsluleiðbeiningarnar okkar eru hannaðar til að hvetja og leiðbeina þér hvert skref á leiðinni!

Myndbönd: 593
4:58
Hvernig á að fella af með ítalskri affellingu, með 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við saumum ítalska affellingu með nál og þræði í stroffprjóni með 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið. Með þessari aðferð þá næst fram teygjanleg affelling sem er tilvalið að nota í t.d. sokka sem eru prjónaðir frá tá og upp, í kringum kant í hálsmáli, kanta á sjölum eða kantlykkjur á ermum sem eru prjónaðar ofan frá og niður. Þráðar endinn sem sauma á með verður að vera minnst 3-4 sinnum lengri en stykkið sem fella á af. Hluti 1: Byrjið frá réttu (fyrsta lykkjan á að vera 1 lykkja slétt). Stingið nálinni inn í 1. lykkju eins og prjóna eigi lykkjuna slétt, lyftið lykkjunni af prjóni, stingið nálinni inn í 2. lykkju á vinstri prjóni (= slétt lykkja) eins og prjóna eigi lykkjuna brugðið. Dragið þráðinn í gegnum þessar 2 lykkjur (= 1 lykkja felld af). Hluti 2: Stingið nálinni inn í 1. lykkju (brugðin lykkja) eins og prjóna eigi lykkjuna brugðið, lyftið lykkjunni af prjóni, stingið nálinni inn frá bakhlið á prjóni á milli 1. og 2. lykkju, stingið nálinni í gegnum 2. lykkju (brugðin lykkja) eins og prjóna eigi lykkjuna slétt, dragið þráðinn alveg í gegnum þessar 2 lykkjur. Endurtakið Hluti 1 og Hluti 2 þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Í hvert skipti sem Hluti 1 og Hluti 2 hefur verið gerður er felld af 1 lykkja. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Aðferðin er notuð í mörgum mynstrum – Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

15:52
Hvernig á að sauma ítalska affellingu hringinn

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með því að sauma ítalska affellingu hringinn í stroffi með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið. Áður en við byrjum affellinguna eru prjónaðar 4 umferð þar sem sléttu lykkjurnar og brugðnu lykkjurnar eru prjónaðar sér. Í umferð 1 og 3 eru sléttu lykkjurnar prjónaðar slétt, á meðan brugðnu lykkjunum er lyft af prjóni eins og prjóna eigi þær brugðið með þráðinn fyrir framan. Í umferð 2 og 4 eru brugðnu lykkjurnar prjónaðar brugðið og sléttu lykkjunum er lyft af prjóni eins og prjóna eigi þær brugðið. Við notum prjónamerki til að sýna byrjun á umferð, en þegar við byrjum affellinguna, setjum við prjónamerki í 1. lykkju slétt og 1. lykkju brugðið. Klippið þráðinn, þráðar endinn sem sauma á með verður að vera minnst 4 sinnum lengri en stykkið sem fella á af. Nú byrjar affellingin. * Stingið inn nálinni í 1. lykkju slétt eins og prjóna eigi slétt, þræðið þráðinn í gegn og lyftið lykkjunni af prjóni. Stingið nálinni í 2. lykkju slétt eins og prjóna eigi brugðið og dragið þráðinn í gegn, látið þessa lykkju hvíla á prjóni. Stingið nálinni inn frá hægri í 1. lykkju brugðið og að þér, dragið þráðinn í gegn og takið lykkjuna laust af. Stingið inn nálinni frá bakhlið á milli 2 næstu lykkja, snúið nálinni og stingið nálinni til baka, en þá í brugðnu lykkjuna eins og prjóna eigi slétt og dragið þráðinn í gegn. Endurtakið frá * umferðina hringinn þar til 2 lykkjur eru eftir, setjið 2 fyrstu lykkjurnar í umferð (lykkjur með prjónamerki), á prjóninn og haldið áfram með affellinguna. Þar sem þráðurinn hefur nú þegar farið í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar í byrjun á umferð 1 sinni, saumið þessar lykkjur eingöngu 1 sinni í lokin. Festið þráðinn á bakhlið. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

6:26
Hvernig á fella af með ítalskri affellingu, 1 lykkja slétt (snúinI) / 1 lykkja brugðið

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með því að sauma ítalska affellingu í stroffi með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið. Með þessari aðferð þá færðu teygjanlegri affellingarkant sem er tilvalinn t.d. á sokkum sem eru prjónaðir frá tá og upp, í kringum kanta í hálsmáli, kanta á sjali eða kantlykkjum á ermum sem eru prjónaðar ofan frá og niður. Þráðarendinn sem sauma á með þarf að vera minnst 4 sinnum lengri en stykkið sem fella á af. Byrjið með að læsa fyrstu sléttu lykkjuna þannig: Stingið nálinni inn í 1. lykkjuna eins og prjóna eigi brugðið og herðið að. Sleppið ekki lykkjunni af prjóni. Stingið nálinni frá bakhlið á milli 1. og 2. lykkju þannig að þráðurinn komi á framhlið, stingið síðan nálinni inn í brugðnu lykkjuna. Stingið eftir það nálinni í 1. lykkjuna eins og prjóna eigi slétt, lyftið lykkjunni af prjóni. Nú byrjar affellingin. 1) Þegar það er brugðin lykkja sem fella á af, saumið þannig: Stingið nálinni í 2. lykkju (slétt lykkja) eins og prjóna eigi brugðið, stingið nálinni í 1. lykkju (brugðin lykkja) eins og prjóna eigi slétt, lyftið síðan lykkjunni af (þráðurinn er nú á bakhlið á stykki). 2) Þegar það er slétt lykkja sem fella á af, saumið þannig: Frá bakhlið, stingið nálinni inn á milli 1. og 2. lykkju. Frá framhlið, stingið nálinni inn í brugðnu lykkjuna (2. lykkja) og einnig frá réttu, stingið nálinni inn í 1. lykkjuna eins og prjóna eigi slétt og lyftið lykkjunni af. Endurtakið útskýringu 1) og 2) þar til fellt hefur verið af til loka á stykki. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.