DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Þú gætir líka haft gaman af...

Video thumbnail for Ítölsk uppfitjun - stroffprjón með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið
6:23
Ítölsk uppfitjun - stroffprjón með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við afbrigði af ítalskri uppfitjun, með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið. Í ummfitjunarumferð og 1. umferð er prjónað 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið. Byrjið með löngum enda, lengdin fer eftir því hversu margar lykkjur eigi að fitja upp. Haltu þræðinum yfir þumalinn og vinstri vísifingur, stingdu prjóninum niður að innan verðu og aftan verðu þannig að það myndist kross = 1. lykkjan (slétt). Taktu prjóninn yfir aftari þráðinn, upp í miðju, undir fremri þráðinn og upp = 2. lykkja (brugðið). Næsta lykkja. Stingdu prjóninum undir fyrri þráðinn og upp í miðju, yfir aftari þráðinn og upp = 3. lykkjan (slétt). Haldið svona áfram með brugðið og slétt að óskuðum lykkjufjölda, en lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 (+ 2 ef enda á eins og í byrjun). Snúið stykkinu jafnframt því sem þræðirnir myndi kross, þannig að það myndist tvöfaldur kross. Prjónið slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Nú á að prjóna stroffprjón með 2 lykkju slétt, 2 lykkjum brugðið. * Prjónið fyrstu lykkju slétt, lyftu 2 næstu lykkjum eins og prjóna eigi slétt saman yfir á hægri prjón, lyftu síðan til baka yfir á vinstri prjón þannig að brugðna lykkjan kemur fyrst (slétt lykkja og brugðin lykkja skipta nú um stað). Prjónið 1 lykkju slétt og 2 lykkjur brugðið * og endurtakið frá *-* út umferðina. Aðferðin gefur teygjanlega útkomu. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.

Video thumbnail for Ítölsk uppfitjun með stöðugum kanti - stroffprjón með 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið
5:14
Ítölsk uppfitjun með stöðugum kanti - stroffprjón með 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við afbrigði af ítalskri uppfitjun með stöðugum kanti, með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið. Byrjið með löngum enda, lengdin fer eftir því hversu margar lykkjur eigi að fitja upp. Haltu þræðinum yfir þumalinn og vinstri vísifingur, stingdu prjóninum niður að innan verðu og aftan verðu þannig að það myndist kross = 1. lykkjan (slétt). Taktu prjóninn yfir aftari þráðinn, upp í miðju, undir fremri þráðinn og upp = 2. lykkja (brugðið). Næsta lykkja. Stingdu prjóninum undir fyrri þráðinn og upp í miðju, yfir aftari þráðinn og upp (slétt). Haldið svona áfram með brugðið og slétt að óskuðum lykkjufjölda, endið með brugðinni lykkju. Snúið stykkinu jafnframt því sem þræðirnir myndi kross, þannig að það myndist tvöfaldur kross. Byrjið umferð 2 með 1 lykkju slétt, leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju slétt. Leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónaðu næstu lykkju slétt, haltu svona áfram út hringinn, en síðasta lykkjan er prjónuð brugðið, snúið. Prjónið 1. lykkjuna slétt, leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónaðu næstu lykkju slétt. Leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónaðu næstu lykkju slétt, haltu svona áfram út umferðina, en prjónaðu síðustu lykkjuna brugðið, snúið. Haldið svona áfram með slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Aðferðin gefur teygjanlega og fallega útkomu, með stöðugum kanti. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.

Video thumbnail for Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
4:54
Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við stutt yfirlit yfir hvernig á að prjóna flík með evrópsku berustykki, þar sem hálsmáli er lokið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp. Flíkin er prjónuð samkvæmt leiðbeiningum 1-5: 1) BAKSTYKKI: Fitjið upp lykkjur fyrir aftan við hnakka í hálsmáli og prjónið bakstykkið ofan frá og niður, á sama tíma og aukið er út í hvorri hlið þar til réttum fjölda lykkja í axlarbreidd hefur verið náð. Bakstykkið er með örlítið skáhallar axlir. 2) FRAMSTYKKI: Framstykkið er prjónað í 2 stykkjum (= hvoru megin við hálsmál). Byrjið á því að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið framstykkið ofan frá og niður á sama tíma og aukið er út fyrir hálsmáli. Endurtakið á hinni öxlinni. 3) BERUSTYKKI: Í næstu umferð eru allar lykkjur settar á sama hringprjón - prjónið þannig: Prjónið annað framstykkið, prjónið upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið framstykkis, prjónið bakstykkið, prjónið upp upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið á hinu framstykkinu, prjónið hitt framstykkið = prjónið áfram berustykkið fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan. 4) ÚTAUKNING FYRIR HÁLSMÁL, FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Samtímis sem berustykkið er prjónað, þá er byrjað á að auka aðeins út fyrir hálsmáli og ermar og eftir það fyrir bæði fram- og bakstykki og ermar. Jafnframt eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli eru framstykkin sett saman við miðju að framan og stykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna. 5) FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar öll útaukning er lokið og berustykki hefur verið prjónað í rétta lengd er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna ofan frá og niður á meðan ermar eru látnar bíða.