Ítölsk uppfitjun með stöðugum kanti - stroffprjón með 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið

Keywords: gott að vita, kantur, stroffprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við afbrigði af ítalskri uppfitjun með stöðugum kanti, með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið.
Byrjið með löngum enda, lengdin fer eftir því hversu margar lykkjur eigi að fitja upp. Haltu þræðinum yfir þumalinn og vinstri vísifingur, stingdu prjóninum niður að innan verðu og aftan verðu þannig að það myndist kross = 1. lykkjan (slétt). Taktu prjóninn yfir aftari þráðinn, upp í miðju, undir fremri þráðinn og upp = 2. lykkja (brugðið). Næsta lykkja. Stingdu prjóninum undir fyrri þráðinn og upp í miðju, yfir aftari þráðinn og upp (slétt). Haldið svona áfram með brugðið og slétt að óskuðum lykkjufjölda, endið með brugðinni lykkju.
Snúið stykkinu jafnframt því sem þræðirnir myndi kross, þannig að það myndist tvöfaldur kross. Byrjið umferð 2 með 1 lykkju slétt, leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju slétt. Leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónaðu næstu lykkju slétt, haltu svona áfram út hringinn, en síðasta lykkjan er prjónuð brugðið, snúið.
Prjónið 1. lykkjuna slétt, leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónaðu næstu lykkju slétt. Leggðu þráðinn framan við prjóninn og lyftu brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónaðu næstu lykkju slétt, haltu svona áfram út umferðina, en prjónaðu síðustu lykkjuna brugðið, snúið. Haldið svona áfram með slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Aðferðin gefur teygjanlega og fallega útkomu, með stöðugum kanti. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.

Athugasemdir (2)

Eva- Brita Liljedahl wrote:

Vänder man efter uppläggningsvarvet även om man stickar på rundstickar

16.03.2023 - 10:54

DROPS Design answered:

Hei Eva-Brita Om du skal strikke rundt etter oppleggskanten, fortsetter du bare rundt og rundt med rett over rett og vrang over vrang (eller det som er forklart i oppskriften). mvh DROPS Design

20.03.2023 - 09:55

Kristina Philipson wrote:

Tack för era fina, tydliga videor. Vi vänsterhänta får alltid kämpa lite extra med stickbeskrivningar då vi, utöver att lära oss momenten, också behöver spegelvända det vi ser för att kunna använda det. Det finns en del stickvideor för vänsterhänta på nätet, men de är aldrig lika tydliga som era och dessutom på andra språk än svenska. Det finns videoredigeringsprogram där man lätt kan spegelvända videor. Skulle ni kunna lägga upp en spegelvänd variant av instruktionen?

21.04.2022 - 15:26

DROPS Design answered:

Hei Kristina. Takk for dine fine og ditt innspill. Vi skal ta en titt på om dette lar seg gjøre. mvh DROPS Design

25.04.2022 - 08:10

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.