Hvernig á að prjóna stroff með 2 lykkjur slétt - 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur snúið slétt - 2 lykk

Keywords: hálsskjól, húfa, kantur, stroffprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónuð stroff. Stroffið er teygjanleg eining sem oftast er notað í köntum í hálsmáli og á ermum á flík. Oftast er stroff prjónað með 1 lykkju slétt / 1 lykkju brugðið eða 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið. Mikilvægt er að allar sléttar lykkjur komi yfir hverja aðra og að allar brugðnar lykkjur komi yfir hverja aðra. Fyrst sýnum við stroff sem er prjónað með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið, síðan kemur stroff sem er prjónað með 2 lykkjur snúnar slétt og 2 lykkjur brugðið. Þegar prjónað er snúið slétt, er prjónað í aftari lykkjubogann á sléttu lykkjunni. Við sýnum báðar aðferðirnar á sama stykki svo auðveldara sé að sjá muninn.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.