Hvernig á að prjóna hettu í DROPS 156-1
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum hettuna á vinsælu peysunni okkar í DROPS 156-1, við prjónum stærð S. Við höfum nú þegar fitjað upp 116 lykkju (meðtaldar 2 kantlykkjur í garðaprjóni (lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum), í hvorri hlið á stykki) og prjónum 2 umferðir garðaprjón. Við höfum prjónað BAMBUSMYNSTUR fram og til baka (= umferð 1 (= rétta): * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur garðaprjón, steypið uppslættinum yfir 2 lykkjur í garðaprjóni *, endurtakið frá *-*. Umferð 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Endurtakið 1. – 2. umferð, með 2 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið (kantlykkjurnar tvær halda áfram í garðaprjóni til loka). Þegar stykkið mælist 38 cm (í sýnishorninu okkar okkar mælist stykkið 22 cm) prjónið frá réttu þannig: Mynstur eins og áður yfir fyrstu 30 lykkjur, garðaprjón yfir næstu 56 lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 12 lykkjur jafnt yfir, mynstur yfir þær 30 lykkjur sem eftir eru = 104 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka þar til prjónaðir hafa verið 3 garðar (6 umf garðaprjón) yfir miðjulykkju, JAFNFRAMT í umferð 2 frá réttu er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir garðaprjón og í umf 3 frá réttu er aukið út um 4 l jafnt yfir garðaprjón = 112 lykkju. Prjónið nú upphækkun í garðaprjóni við hnakka frá réttu þannig: Prjónið þar til 30 lykkjur eru eftir, snúið við og prjónið þar til 30 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 40 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 40 l eru eftir, snúið við, prjónið þar til 50 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 50 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 55 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 55 lykkjur eru eftir, snúið við og prjónið út umf (mynstur yfir síðustu 30 lykkjur). Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Nepal, en í myndbandinu prjónum við með grófara garni; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.