DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hekl myndbönd

Lærðu að hekla með frábæru kennslumyndböndunum okkar! Við erum með allt frá kennslumyndbönd fyrir byrjendur með grunnaðferðum til aðferða sem eru meira tæknilega útfærðar, sem og skref-fyrir-skref myndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu fríu heklumynstrunum okkar.

Myndbönd: 283
7:27
Hvernig á að hekla kant í kringum teppi í DROPS 163-1

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum kant í kringum teppið Memories í DROPS 163-1. KANTUR Í KRINGUM TEPPIÐ: Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í síðustu af 3 fastalykkjum í einu horni á teppinu. Heklið síðan umferð 4-7 í KANTUR MEÐ KÚLUM (þ.e.a.s. heklið 1 umferð með stuðlahópum, 1 umferð með kúlum og 2 umferðir með stuðla-hópum). Í myndbandinu sýnum við einungis lítið af teppinu (við heklum ekki hringinn). Þetta teppi er heklað úr DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Merino Extra Fine. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Til að sjá hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1, sjá; Hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að sauma ömmuferningana saman sjá; Hvernig á að sauma ömmuferninga saman í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant með kúlum, sjá:Hvernig á að hekla kant með kúlum í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla ferning í hring, sjá: Hvernig á að hekla ferning í hring í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að gera frágang á þessu teppi, sjá:Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppi í DROPS 163-1

4:52
Hvernig á að hekla sólfjaðrakant utan um teppi í DROPS 163-1

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að sólfjaðrakant í kringum teppið Memories í DROPS 163-1. SÓLFJAÐRAKANTUR:Heklið keðjulykkju fram til og með loftlykkju á undan fyrsta stuðlahóp, heklið 1 loftlykkju, heklið síðan eins og sýnt er í mynsturteikningu A.6, þ.e.a.s. heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul og 1 fastalykkju um hverja loftlykkju frá fyrri umferð endið umferð á 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar. UMFERÐ 2: * hoppið yfir 3 fastalykkjur, 10 stuðla í næstu fastalykkju (= 1 sólfjöður), hoppið yfir 3 fastalykkjur, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* umferð hringinn, en passið uppá að það verði ein sólfjöður í hverju horni á teppinu (eins og sýnt er í A.6A). Myndbandið sýnir einungis brot af teppinu (við heklum ekki allan hringinn). Þetta teppi er heklað úr DROPS Delight, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Merino Extra Fine. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Til að sjá hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1, sjá: Hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1 Til að sjá hverig á að sauma ömmuferningana saman, sjá: Hvernig á að sauma ömmuferninga saman í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant með kúlum, sjá:Hvernig á að hekla kant með kúlum í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla ferning í hring, sjá: Hvernig á að hekla ferning í hring í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að gera frágang á teppi, sjá:Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að hekla kant í kringum teppi í DROPS 163-1

10:57
Hvernig á að hekla skáhallandi pufflykkjur

Í þessu myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla skáhallandi pufflykkjur. Fitjið upp fjölda lykkja með oddatölu + 2 loftlykkjur. Í myndbandinu höfum við 13 + 2 loftlykkjur UMFERÐ 1: Stingið heklunálinni í 3. loftlykkju frá heklunálinni, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju = 1. pufflykkja. * Hoppið yfir 1 lykkju, stingið heklunálinni í næstu lykkju og sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 pufflykkjur. Snúið. UMFERÐ 2: Skiptið um lit, heklið 2 loftlykkjur. * Stingið heklunálinni í 1. lykkju á pufflykkjunni frá fyrri umferð, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið nálinni inn í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni inn í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar og heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 pufflykkjur sem snúa í gagnstæða átt. Snúið. UMFERÐ 3: Skiptið um lit og endurtakið umferð 2 að óskaðri lengd. Við notum DROPS Snow garn í þessu myndbandi. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

9:11
Hvernig á að hekla pufflykkjur sem eru hjartalaga

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum í hring með pufflykkjum formuð eins og hjörtu. Fallegt mynstur sem hægt er að nota í húfu eða í hálsskjóli. Við höfum nú þegar heklað band með 32 loftlykkjum (deilanlegt með 4). Tengt loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: * Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í 1. loftlykkju/næstu loftlykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn og gerið lykkjuna langa *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar = 9 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 9 lykkjurnar, 1 loftlykkja. Endurtakið frá *-* 4 sinnum í sömu loftlykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 3 lykkjur = 1 hjarta. Heklið þetta hjarta umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju á toppnum á 1. hluta á hjartanu. UMFERÐ 2: * Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í næstu loftlykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn og gerið lykkjuna langa *. Endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar = 9 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 9 lykkjurnar, 1 loftlykkja. Endurtakið frá *-* 4 sinnum í sömu loftlykkju, 1 loftlykkja = 1 hjarta. Heklið þetta hjarta umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í toppinn á 1. hluta á hjartanu. Endurtakið umferð 2 að óskaðri lengd. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow. Þessi litla dúkkuhúfa er hekluð úr DROPS Merino Extra Fine. Við byrjuðum með 32 loftlykkjur með heklunál 3,5 (ummál: 22 cm) og í þremur síðustu umferðunum eru öll puff hjörtun hekluð minni (endurtakið bara frá *-* 3 sinnum). Kvisturinn er úr DROPS Kid-Silk.

6:31
Hvernig á að hekla umferðir með pufflykkjum og 3 stuðla á milli

Það eru nokkrar aðferðir að hekla pufflykkjur, í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig er hægt að hekla eina umferð með puff-lykkjum án keðjulykkju í «toppnum» á puff-lykkju og með 3 stuðlum á milli hverra puff. Næsta umferð er heklaður 1 stuðull í hverja lykkju út umferðina. Umferðin byrjar með 3 loftlykkjum (= stuðull) og endar með 1 stuðli í síðustu lykkju. Við höfum nú þegar heklað umferð með loftlykkjum og heklum 1. puff-lykkjuna í 4. loftlykkju frá heklunálinni þannig: *Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni inn í gegnum loftlykkjuna, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum loftlykkjuna, dragið báða uppslættina jafn langt (til að koma í veg fyrir að puff-lykkjurnar verði of litlar og saman pakkaðar er mikilvægt að uppslátturinn sé dreginn eins langt og hægt er áður en hann stöðvast sjálfur) *, heklið frá *-* alls 5 sinnum, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. Heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum. Endurtakið pufflykkju og 3 stuðla út umferðina og endið með 1 stuðul í síðustu lykkju, snúið og byrjið í næstu umferð. Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), eftir það er heklaður 1 stuðull í hverja lykkju út umferðina. Endurtakið þessar 2 umferðir á hæðina. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.

15:34
Hvernig á að hekla ömmuferninga með litaskiptum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum ömmuferninga með litaskiptum. Ömmuferningar eru vinsælir og hægt að nota þá í ýmisleg verkefni. Eftir hver litaskipti er heklað í kringum endan sem hætta á með til þess að festa hann áður en klippt er frá. Heklið 6 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla um hringinn, * 3 loftlykkjur, 3 stuðlar *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við og skiptið um lit. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla í fyrsta loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, * 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, endið á 1 loftlykkju og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við og skiptið um lit. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla í fyrsta loftlykkjubogann, 1 loftlykkja, * 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við og skiptið um lit. UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðla í fyrsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, * 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Snúið við. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.