Hvernig á að hekla langa puff lykkjur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum puff lykkjur, eins og er m.a. í peysunni Algarve í DROPS 202-4. Við byrjum með að hoppa yfir 1 lykkju, 1 stuðull ínæstu lykkju og 1 loftlykkja.
1 PUFF LYKKJA = * Bregðið bandinu 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum lykkjuna sem hoppað var yfir, bregðið bandi 1 sinni um heklunálina, dragið þráðinn í gegn og dragið báða uppslættina langa (til að koma í veg fyrir að puff lykkjan verði of lítil og saman þjöppuð þá er mikilvægt að draga uppslættina eins langt og hægt er áður en hún stoppar sjálf) *, heklið frá *-* alls 5 sinnum, við bregðum bandinu um heklunálina og drögum bandið í gegnum allar 9 lykkjurnar á heklunálinni. Við endum myndbandið með að hoppa yfir 1 lykkju og 1 stuðul í næstu lykkju. Þessi peysa er hekluð úr DROPS Sky, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Eskimo.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Tags: kúla, peysur, áferð,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.