Hvernig á að hekla kúlu á ská

Keywords: kúla, pufflykkjur, áferð,

Í þessu myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla kúlur á ská. Fitjið upp fjölda lykkja með oddatölu + 2 loftlykkjur. Í myndbandinu höfum við 13 + 2 loftlykkjur
UMFERÐ 1: Stingið heklunálinni í 3. loftlykkju frá heklunálinni, sækið bandið og dragið bandið í gegn, bregðið bandinu um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið bandið og dragið bandið í gegn, bregðið bandi um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið bandið og dragið bandið í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni.
Bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju = 1. Kúlan. * Hoppið yfir 1 lykkju, stingið heklunálinni í næstu lykkju og sækið bandið og dragið það í gegn, bregðið bandi um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið bandið og dragið það í gegn, bregðið bandi um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið bandið og dragið það í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 kúlur. Snúið.
UMFERÐ 2: Skiptið um lit, heklið 2 loftlykkjur. * Stingið heklunálinni í 1. lykkju á kúlulykkjunni frá fyrri umferð, sækið bandið og dragið það í gegn, bregðið bandi um heklunálina og stingið nálinni inn í sömu lykkju, sækið bandið og dragið það í gegn, bregðið bandi um heklunálina og stingið heklunálinni inn í sömu lykkju, sækið bandið og dragið það í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 6 lykkjurnar og heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 kúlulykkjur sem snúa í gagnstæða átt. Súið.
UMFERÐ 3: Skiptið um lit og endurtakið umferð 2 að óskaðri lengd.
Við notum DROPS Snow garn í þessu myndbandi.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (4)

Patricia wrote:

Superbe vidéo. Bien expliquée. Je ne suis pas très douée en crochet, mais là tout me semble très facile. Je vais de ce pas essayer avec de la drop AIR pour me faire une écharpe légère, chaude et bien moelleuse. Merci pour toutes vos vidéos toujours claires à comprendre et à mettre en oeuvre. Vous participez très activement à mon "éducation" en crochet.

15.02.2019 - 14:26

Antonella wrote:

È un piacere seguire questi tutorials. Bravi.

12.02.2019 - 06:31

Ines wrote:

Büschelmaschen

04.03.2018 - 10:45

Karen Frame wrote:

This is the most helpful tutorial for this stitch that I have been able to find. Thank you

29.08.2017 - 10:36

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.