DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 5 frábærum garntegundum!

Kennslumyndbönd

Myndbönd: 1735
9:12
Hvernig á að prjóna Indverskar krosslykkjur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna Indverskar krosslykkjur. Í þessu sýnishorni höfum við fitjað upp 32 lykkjur (verður að vera deilanlegt með 8). Við höfum nú þegar prjónað mynstureiningu (1-12 umferð) og umferð 1-4. Í myndbandinu byrjum við á umferð 5 í annað sinn. UMFERÐ1-4: Prjónið garðaprjón. UMFERÐ 5: Prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið næstu lykkju slétt án þess að sleppa lykkju niður af prjóni, en sláið 4 sinnum uppá prjóninn áður en lykkjan er prjónuð til loka (allir uppslættir eru látnir falla niður í næstu umferð). Haldið svona áfram út umferðina, en síðasta lykkjan er prjónuð slétt. Snúið við *. UMFERÐ 6: Takið fyrstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón. Takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón og takið næstu 3 uppslætti yfir á hægri prjón. Haldið svona áfram þar til 8 lykkjur eru á hægri prjón, dragið lykkjurnar til þannig að þær verði jafn langar. Takið fyrstu 4 lykkjur á hægri prjóni yfir á vinstri prjón, yfir þær 4 síðustu lykkjur, setjið síðan 4 síðustu lykkjur á vinstri prjón (= 8 lausar lykkjur á vinstri prjón sem liggja í kross yfir hverja aðra). Passið uppá að þær liggi í réttri röð. Prjónið þessar 8 lykkjur slétt. Haldið svona áfram með 8 næstu lykkjur og 8 lykkjur á eftir það út umferðina. UMFERÐ 7-10: Prjónið garðaprjón. UMFERÐ 11: Prjónið eins og umferð 5. UMFERÐ 12: Takið fyrstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón. Takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón og takið næstu 3 uppslætti yfir á hægri prjón. Haldið áfram 2 sinnum til viðbótar = 4 langar lykkjur á hægri prjóni, dragið lykkjurnar til þannig að þær verði jafn langar. Takið 2 fyrstu lykkjur á hægri prjón yfir á vinstri prjón, yfir 2 síðustu lykkjur, setjið síðan 2 síðustu lykkjur á vinstri prjón (= 4 lausar lykkjur á vinstri prjón sem liggja í kross yfir hverja aðra). Passið uppá að þær liggi í réttri röð. Prjónið þessar 4 lykkjur slétt. Takið næstu 8 uppslætti og setjið á hægri prjón, dragið í lykkjurnar þannig að þær verði jafn langar. Takið fyrstu 4 lykkjur af 8 lykkjum yfir síðustu 4 lykkju yfir á vinstri prjón, takið síðan síðustu 4 l af hægri prjón yfir á vinstri prjón (= 8 langar lykkjur á vinstri prjón sem liggja í kross yfir hverja aðra). Prjónið þessar 8 lykkjur slétt. Haldið svona áfram með 8 næstu lykkjur og 8 lykkjur á eftir þær þar til eftir eru 4 langar lykkjur á hægri prjóni. Dragið í lykkjurnar til þess að þær verði jafn langar. Takið fyrstu 2 lykkjur af þeim 4 yfir síðustu 2 lykkjur, setjið síðustu 2 lykkjur á hægri prjóni yfir á vinstri prjón (= 4 lausar lykkjur á vinstri prjón sem liggja í kross yfir hverja aðra). Prjónið þessar 4 lykkjur slétt. Endurtakið umferð 1-12 að óskaðri lengd. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

12:14
Hvernig á að prjóna tveggja lita Royal Quilting mynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita ROYAL Quilting mynstur. Fitjið upp fjölda lykkja sem hægt er að deila með 6+3 með lit A.1. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 18+3 lykkjur með lit A með DROPS Snow. Umferð 1: RANGA, litur A, prjónið 2 lykkjur brugðið, * passið uppá að þráðurinn sé nú á réttunni, lyftið 5 næstu lykkjum af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið * (það kemur til með að myndast lykkja frá réttu yfir 5 lykkjur sem voru steyptar yfir) endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju brugðið. Umferð 2: RÉTTA, litur B, prjónið allar lykkjur slétt. Umferð 3: RANGA, litur B, prjónið allar lykkjur brugðið. Umferð 4: RÉTTA, litur A, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 3 lykkjum af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, prjónið næstu lykkju slétt saman með lykkju sem var gerð í 3 umferð að neðan. * lyftið yfir 5 lykkjur af vinstri prjón eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, prjónið saman næstu lykkju með lykkju sem var gerð í 3 umferð að neðan *, endurtakið frá *-* þar til fjórar lykkjur eru eftir. Lyftið yfir 3 lykkjum af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja slétt. Umferð 5: RANGA, litur A, leggið þráðinn að réttu, lyftið yfir 3 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið, * leggið þráðinn að réttu, lyftið yfir 5 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til lykkjur eru eftir, lyftið yfir 3 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið. Umferð 6-7. Endurtakið umferð 2-3. Umferð 8: RÉTTA, með lit A, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu lykkju slétt saman með lykkju sem var gerð 3 umferðum að neðan, * lyftið yfir 5 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, prjónið saman næstu lykkju með lykkju sem var gerð 3 umferðum að neðan *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið síðustu lykkju slétt. Endurtakið umferð 1-8 að óskaðri lengd. Vínrauða og bleika prjónaprufan er prjónuð úr DROPS Cotton Merino.

10:37
Hvernig á að prjóna spennandi áferðamynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum smá hluta af áferðamynstri í peysu í DROPS 194-5. Þessi aðferð er einnig notuð í öðrum mynstrum. Í mynstrinu prjónar maður hringinn, en í þessu myndbandi þá prjónum við einungis frá hægri til vinstri og sýnum einungis 3 umferðir af mynsturteikningu, sjá mynsturteikningu merkta með rauðum lit. Umferð 1: (svartur þríhyrningur sem nær yfir 3 rúður í mynsturteikningu): = þræðið hægri prjón í gegnum miðju af 3 lykkjum slétt 4 umferðum að neðan, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið þráðinn til baka að réttu, uppslátturinn má ekki vera of stífur, prjónið 3 lykkjur slétt, þræðið hægri prjóni í gegnum sömu lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið þráðinn til baka að réttu. Umferð 2 (strik yfir 5 rúður): = lyftið 1. lykkju af prjóni (= uppslátturinn sem var gerður frá fyrri umferð) eins og prjóna eigi slétt, 3 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni (= uppslátturinn sem var gerður í fyrri umferð) eins og prjóna eigi brugðið. Umferð 3: 1.-3 og 5. svartur þríhyrningur yfir 2 rúður = prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman. 2.-4. og 6. svarti þríhyrningur yfir 2 rúður = prjónið 2 lykkjur slétt saman. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

10:38
Hvernig á að prjóna einfalt fiðrilda mynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum einfalt fiðrildamynstur sem endurtekur sig. Eitt fiðrildi er prjónað yfir 7 lykkjur + lykkjur á milli hverra fiðrilda og 2 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið (garðaprjón = prjónið slétt í hverri umferð). Við höfum fitjað upp 29 lykkjur og prjónað 1 umferð slétt með aðallit (grænn), 2 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. Við byrjum myndbandið á að prjóna þannig: Frá réttu: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * leggið auka litinn framan við stykkið/að þér, prjónið 7 lykkjur slétt, leggið auka litinn aftan við stykkið/frá þér, prjónið 2 lykkjur slétt *, endurtakið þetta frá *-* út umferðina. Frá röngu: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón , * leggið auka litinn aftan við stykkið/frá þér, prjónið 7 lykkjur brugðið, leggið auka litinn framan við stykkið/að þér, prjónið 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* út umferðina, en 2 síðustu lykkjurnar eru prjónaðar í garðaprjóni, snúið stykkinu. Endurtakið þessar tvær umferðir þar til þú ert með 6 lausa þræði á framhlið. Frá réttu: Prjónið nú bara með aðallit. Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 3 lykkjur slétt * stingið hægri prjón undir alla 6 löngu þræðina (notið e.t.v. þumalinn til aðstoðar), prjónið næstu lykkju, lyftið ekki lykkju af vinstri prjóni, en dragið lykkjuna undir 6 löngu þræðina, setjið lykkjuna á hægri prjón, prjónið þessar tvær lykkjur snúnar slétt saman, 8 lykkjur slétt, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Stingið hægri prjóni undir alla 6 löngu þræðina, prjónið næstu lykkju, lyftið ekki lykkjunni af vinstri prjóni, setjið lykkjuna á hægri prjón, prjónið þessar tvær lykkjur snúnar slétt saman, 3 lykkjur slétt og 2 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 2 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Við notum garnið DROPS Snow í þessu myndbandi.

6:20
Hvernig á að prjóna fiskibeinamynstur á hringprjóna

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum fiskibeinamynstur í hring á hringprjóna. Þetta fallega fiskibeinamynstur er ekki eins flókið og það sýnist vera. Þessi sígilda áferð er fullkomin fyrir mynstur í hálsklúta, hálsskjól, húfur og innanhúsmuni fyrir heimilið. Stykkið verður stíft og þess vegna eru notaðir grófari prjónar en þá sem mælt er með fyrir grófleika á garni. FISKIBEINAMYNSTUR (deilanlegt með fjölda í pari): Passið fyrst uppá að lykkjurnar séu ekki snúnar utan um prjóninn og tengið saman með því að lyfta síðustu lykkjunni sem fitjuð var upp frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón (svo að hún er við hliðina á fyrstu lykkjunni sem fitjuð var upp). Setjið eitt prjónamerki á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón (látið hinar lykkjurnar vera eftir á prjóninum). UMFERÐ 1: Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki. Þegar þú hefur 1 lykkju eftir á undan prjónamerki þá færir þú prjónamerkið yfir á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón. Takið næstu lykkju á vinstri prjón, snúið henni í hina áttina og setjið hana til baka á prjóninn. UMFERÐ 2: Prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftari lykkjubogann og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjóni, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki. Þegar þú ert með 1 lykkju eftir á undan prjónamerki þá færir þú prjónamerkið yfir á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftari lykkjubogann og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstra prjóni. Takið næstu lykkju yfir á vinstri prjón, snúið henni í hina áttina og setjið til baka á prjóninn. Endurtakið umferð 1 og 2.

8:01
Hvernig á að prjóna vöfflumynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum vöfflumynstur í teppinu A Patch of Comfort í DROPS 157-21. Í myndbandinu höfum við þegar prjónað smá stykki til þess að sjá mynstrið betur. Við byrjum á umferð 2. UMFERÐ 1 (ranga): slétt fá röngu. UMFERÐ 2 (rétta): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið niður lykkju af vinstri prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (ranga): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið þá lykkju slétt saman með lykkju af prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 4 (rétta): 2 lykkjur slétt, * 1 lykkja slétt, prjónið 1 lykkja slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið síðan niður lykkju af vinstri prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 5 (ranga): 2 lykkjur slétt, * takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið hana slétt saman með lykkju á prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. Endurtakið umf 2-5. Þetta teppi er prjónað úr DROPS Nepal, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

5:53
Hvernig á að prjóna tvöfaldar langar lykkjur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna tvöfaldar langar lykkjur. Þú getur notað þessa aðferð í hálsklút með löngum lykkjum, stroff, kraga eða tösku. Tvöfaldar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka þannig: Lykkjurnar eru prjónaðar frá röngu en sjást frá réttu. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * gerið tvöfalda lykkju þannig: Vefjið þræðinum laust 3 sinnum yfir og í kringum vinstri vísifingur og löngutangar. Prjónið næstu lykkju slétt með því að draga alla 3 þræðina á vinstri vísifingri í gegnum lykkjuna. Sleppið nú niður lykkjunum af fingrunum – en lykkjur eru áfram á vinstri prjóni, leggið aðal þráðinn yfir vinstri vísifingur jafnframt er haldið þétt um 2 lykkjurnar inn við stykkið með fingrum hægri handar. Prjóni 1 lykkju slétt í sömu lykkju aftan í lykkjubogann (= 1 lykkja snúin slétt). Nú eru 3 lykkjur + 1 lykkja snúin slétt á hægri prjóni. Takið 3 síðustu lykkjur yfir fyrstu lykkju = 1 lykkja, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-*. Endurtakið þessar 2 umferðir, prjónið lykkju í aðra hverja lykkju í annað hvert skipti þannig að þær komi ekki í röð yfir hverja aðra. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.