Hvernig á að prjóna klukkuprjón í hring með 2 litum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum klukkuprjón í hring með 2 litum. Við höfum nú þegar fitjað upp, prjónað 1. umferðina með grænum þar sem við prjónum þannig: * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* út umferðina. Þær tvær umferðir sem við sýnum í myndbandinu eru umferð 2-3.
UMFERÐ 2 með litnum Malva: Prjónið * uppsláttinn og lausu lykkjuna brugðnar saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið *, prjónið frá *-*.
UMFERÐ 3 með grænum lit: Prjónið * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið uppsláttinn og lausu lykkjuna sléttar saman *, prjónið frá *-* (athugið vel að síðasti uppslátturinn lítur ekki út eins og uppsláttur á prjóni, en þráðurinn með lit 2 er á framhlið á stykki, leggið nú þráðinn yfir þannig að hann myndi uppslátt). Endurtakið UMFERÐ 2-3. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Tags: klukkuprjón, rendur,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Athugasemdir (2)

Ingrid Sörensen 07.08.2019 - 10:51:

I mönster Drops 204-4 lägger jag upp 153 maskor, enl beskrivningen ska det efter första varvet i tvåfärgad helpatent vara 102 maskor på stickan. Hur är det möjligt?

Susanna 01.08.2019 - 20:05:

🥰👍 GRAZIE DEL VOSTRO ECCEZIONALE AIUTO!!!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.