Hvernig á að prjóna einfaldan en fallegan blúndu kant

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna fallegan blúndu kant. Fitjið upp 4 lykkjur. UMFERÐ 1: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn (= tvöfaldur uppsláttur) og 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt (fyrri hluti á uppslætti er prjónaður snúinn slétt), 1 lykkja brugðið og 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 6: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 8 lykkjur slétt (fyrri hluti af uppslætti er prjónaður snúinn slétt, seinni hlutinn er prjónaður slétt). UMFERÐ 7: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 8 lykkjur slétt. UMFERÐ 8: Fellið af 5 lykkjur (= 3 + 1 lykkjur eftir), prjónið slétt út umferðina. Endurtakið UMFERÐ 1-8 að óskaðri lengd. Þessi ljósblái blúndu kantur er prjónaður úr DROPS Cotton Merino, en við notum DROPS Eskimo í myndbandinu.

Tags: gatamynstur, kantur,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.