Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að prjóna bakstykkið á flík með evrópsku berustykki. Hálsmálið er tilbúið eftir að lykkjur fyrir berustykkið eru prjónaðar upp. Við sýnum hvernig á að auka út lykkjur fyrir axlir.
Fitjið upp lykkjur fyrir aftan hálsmálið og prjónið berustykkið fram og til baka, ofan frá og niður, á meðan aukið er út í hvorri hlið þar til fjöldi lykkja fyrir óskaða axlabreidd er náð. Bakstykkið hefur örlítið skálaga axlir. Við sýnum 4 útaukningarumferðir þannig:
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið.
UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt.
UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið.
Á EFTIR 3. UMFERÐ:
Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 7 sinnum. Klippið frá, setjið lykkjurnar á þráð eða hjálparprjón.
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1:
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann.
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann.
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2:
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna brugðið í fremri lykkjubogann.
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna brugðið í aftari lykkjubogann.
Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes
Uppskriftir með þessari aðferð og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð