Í þessu DROPS myndbandi er sýnt hvernig við prjónum og evrópskt berustykki með laskaútaukningu, bæði fyrir ermar, framstykki og bakstykki, ásamt nýjum lykkjum sem við fitjum upp. Við aukum út báðum megin við laskalínu = 8 útaukningar í hverri umferð, lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 að neðan og hvernig við fitjum upp nýjar lykkjur undir ermi. Við höfum nú þegar prjónað bakstykkið, axlarstykkin/framstykki og sett þau saman (sjá myndband að neðan).
Prjónið þannig:
UMFERÐ 1: Prjónið allar lykkjur slétt (við sýnum aðeins byrjun og endi þessarar umferðar).
UMFERÐ 2: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á undan fyrsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt út umferðina (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við 2 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- bakstykki og erma = alls 8 lykkjur fleiri).
Endurtakið þessar 2 umferðir eins oft og fram kemur í uppskriftinni. Stykkið mælist nú X cm mælt miðja vegu niður á ermi þaðan sem lykkjur voru prjónaðar upp og þegar peysan er brotin saman tvöfalt á öxl mælist stykkið x cm yst meðfram handvegi. Prjónið þar að fyrsta merki (= skipting á milli framstykkis og vinstri öxl).
Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar og nýjar lykkjur fitjaðar upp undir ermi. Lestu í uppskriftinni hversu margar lykkjur á að setja á þráð, hversu margar lykkjur á að fitja upp undir erminni og hvernig á að halda áfram að prjóna.
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1:
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann.
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann.
Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes
Þú þarft líka að lesa uppskriftina sem þú ert að prjóna eftir fyrir réttan lykkjafjölda. Uppskriftir með þessari tækni og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð