Hvernig á að prjóna mynstur í sumartoppnum í DROPS 64-8
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum mynstur í sumartoppnum «Beachside Garden» í DROPS 64-8. Fyrst prjónum við upp lykkjur frá röngu yfir 2 heklaða blómaferninga. Þegar við prjónum mynstrið, prjónið við 2 lykkjur slétt í hvorri hlið, bæði frá réttu og frá röngu.
Prjónið þannig:
UMFERÐ 1: Prjónið 2 lykkjur slétt, * lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna en skiljið lyftu lykkjuna eftir á vinstri prjóni, prjónið lyftu lykkjuna slétt *, endurtakið frá *-* og endið með 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 2: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið allar lykkjur brugðið og endið með 2 lykkjur slétt.
Endurtkið umferð 1 og 2 á hæðina.
Toppurinn í DROPS 64-8 er heklaður og prjónaður úr DROPS Safran, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.