Hvernig á að hekla sexhyrnt Afríkanskt blóm
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum sexhyrnt Afríkanskt blóm. Heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju með LIT 1.
UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðuls), 1 stuðul í hringinn, * 1 loftlykkja, 2 stuðlar í hringinn *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar. Heklið 1 loftlykkju og endið á 1 keðjulykkju í 3 loftlykkjur frá byrjun umferðar. Klippið frá.
UMFERÐ 2: Skiptið yfir í LIT 2 og heklið 1 keðjulykkju um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðuls), 1 stuðull, 1 loftlykkja, 2 stuðlar í sama loftlykkjuboga. Heklið nú í næsta loftlykkjuboga þannig: * 2 stuðlar, 1 loftlykkja, 2 stuðlar *, endurtakið frá *-* í næsta loftlykkjuboga umferðina hringinn. Endið á 1 keðjulykkja í 3 loftlykkjur frá byrjun umferðar.
UMFERÐ 3: 1 keðjulykkja í loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðuls), 6 stuðlar í sama loftlykkjuboga. Heklið * 7 stuðla í næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju með LIT 3 í 3 loftlykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá.
UMFERÐ 4: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hvern af næstu 6 stuðlum, 1 stuðull á milli stuðla frá UMFERÐ 2 (laus stuðull), * 1 fastalykkja í næstu 7 stuðla, 1 stuðull á milli stuðla frá UMFERÐ 2 *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar með LIT 4.
UMFERÐ 5: Heklið 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðul) 1 stuðull í hverja af næstu 4 fastalykkjum, 1 loftlykkja, 1 stuðull í sömu fastalykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 4 fastalykkjum, * 4 stuðlar, 1 loftlykkja, 1 stuðull í sömu flastalykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 4 fastalykkjum *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðull í hvern af næstu 4 stuðlum, 1 loftlykkja, 1 stuðull í sömu fastalykkju, 3 stuðlar í hverja af næstu 3 fastalykkjum og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá. Blómið er heklað úr DROPS Snow.